Eimreiðin - 01.04.1952, Qupperneq 28
100
FYRIR 200 ÁRUM ...
eimreiðin
út hefur komið, og markar að sumu leyti tímamót, ekki aðeins í
bókmenntasögunni, heldur líka í sögu þjóðanna. Verður tæpast
of mikið gert úr þeirri hlutdeild, sem þetta rit og höfundar þess
hafa átt í því að vekja þann storm, sem sagan kallar „stjórnar-
byltinguna miklu“ í Frakklandi.
Ævisaga eins merkasta alfræðihöfundarins, skrifuð af Joseph
Reinach, byrjar á kaflanum um sjálft alfræðiritið, og segir þar
svo m. a.: „Hvað var markmið alfræðinnar? Hvaða hlutverki hef-
ur hún gegnt? Og hvað er nú orðið þetta verk? Það er heill
kapítuli í sögu mannsandans, sem felst í þessum spurningum,
einn sá mikilvægasti, og sá kapítuli er ennþá hvergi nærri skráður
til enda. Það var
bóksala-gróðabrall,
sem hratt fyrirtæk-
inu af stað en
árangur þess gróða-
bralls hefur mótað
heila öld. Stjórnar-
byltingin sprettur
beint upp af því, eins
og fljót frá upp-
sprettum hálendis-
ins, og fljótið hefur
enn ekki runnið að
ósi, það á enn langt
eftir til hafs og eng-
inn veit, hvenær það
muni að lokum na
til sjávar, — en hitt
Denis Diderot. er víst, að ef upp-
sprettan skyldi ein-
hvern daginn þorna upp, þá mundi öll jörðin samstundis skrælna.“
Margir eru þeir sjálfsagt, sem ekki myndu skrifa undir þessi
orð án nokkurs fyrirvara, svo sem þeir, er líta byltingahugsjón-
irnar og stefnu alfræðinganna óhýru auga. En því verður samt
ekki neitað, að með útgáfu alfræðinnar eru mörkuð einhver veiga-
mestu þáttaskipti í menningarsögu síðari tíma. Skal nú hér laus-
lega vikið að hinni merkilegu sögu um tilurð þessa verks, prentun
og útbreiðslu, og nær sú saga yfir tímabilið 1746 til 1772.
Sú hugmynd Le Bretons að þýða á frönsku hina ensku orðabók
Chambers náði ekki fram að ganga, eins og áður er sagt, en hún