Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1952, Page 30

Eimreiðin - 01.04.1952, Page 30
102 FYRIR 200 ÁRUM . . . EIMREIÐIN hinna beztu rithöfunda og gagnrýna óhlutdrægt skoðanir þeirra eftir reglunni, að hafa það jafnan, er sannast reyndist. Fagur ásetningur, sem vissulega enginn gat haft neitt við að athuga. Það átti að færa sér í nyt til hins ýtrasta öll þau hjálparmeðul, sem handrita- og bóka- söfn höfðu upp á að bjóða. Til þess að afla nauðsyn- legra upplýsinga um hinar ýmsu handíðir og iðn- greinar, áttu höf- undarnir að gera sér ferð á vinnu- stöðvarnar og láta leiða sig þar í all- an sannleika um hvert einasta tæki, sem notað væri við framleiðsluna, og um vinnuaðferðir í hverju smáatriði. Myndir áttu að prýða verkið til skýringar lesmál- inu. Þessi þáttur var nýlunda í slík- d’Alembert. um fræðiritum og hlaut hann að gefa verkinu mikið gildi. Diderot lýkur máli sínu í þessu boðsbréfi á því að undirstrika hið mikla gagn, sem mannkyni öllu sé að slíku verki, sé það samvizkusamlega af hendi leyst, en telur sig þó ekki ganga þess dulinn, að ókleift muni vera við fyrstu tilraun að forðast allar misfellur. Menn þurfi að vera við því búnir að rekast á ýms missmíði, sem óhjákvæmileg séu í öllum verkum braut- ryðjenda. Boðsbréfið gleymdist jafnskjótt og hið ýtarlegaforspjalld’Alem- berts kom á prent. Það er í þrem köflum: um meið þekkingar- innar; saga vísindanna fram á 18. öld; og greinargerð fyrir al- fræðinni, að mestu endursögn boðsbréfsins. Meiður þekkingarinnar táknaði það, að öll vísindi manna væru sama eðlis og sama upp-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.