Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1952, Page 34

Eimreiðin - 01.04.1952, Page 34
106 Ó, ÞO ÆSKA! EIMREIÐIN væri ríkur gæi, blóðsuga, sagði hann. Mór fannst það ljótt að segja þetta um föður sinn, ekki satt? — Öjú, heldur það! sagði Ríkarður. — Já, ekki satt? Það var nú ekki fallegt. — En hann var lag- legur, og svo ókum við uppeftir. Ég varð hara hrædd við spanið, hann fór eins og strik, og var oft úti í köntunum. Ég fékk hann til að stoppa uppi á heiðinni, reyndi að sefa hann, en þá hellti hann í sig kokkteil og varð enn verri á eftir. Ég vildi snúa við, en hann vildi lengra, — „lengra, lengra, ljúfa“, söng hann, kunnið þið þann slagara eftir Sigfús H.? Glimrandi melódí! — Og svo ók hann útaf! — Árans kjáninn! sagði Ríkarður. Og stakk svo af með sprúttið? — Það var náttúrlega sjálfsagt að stinga af, sagði stúlkan, eftir litla umhugsun. — En þið ættuð að keyra til bæjarins með mig strax. Vera ekki að hringja frá Skriðu. Bílnum verður hvort sem er hjargað einhvern tíma. Viljið þið ekki gefa strákgreyinu sjans? — Hann hefur engan sjans, hvort sem er, sagði Ríkarður, — og ég kæri mig ekkert um að komast í klammarí við lögregluna. 1 sama bili sprakk afturhjól hjá okkur, og það munaði mjóu að ég færi einnig útaf. — Það er naumast, að heppnin eltir þig, dúfan mín! sagði ég, en Ríkarður sagði eitthvað ljótara. Stúlkan hló. — Jæja, sagði hún, þetta tefur þó dálítið fyrir.---------- Þegar við vorum að enda við að setja nýtt hjól á, kom stór bifreið að austan, ók fram fyrir okkur og staðnæmdist þar. — Það var vegalögreglan, komin með sökudólginn, Dúa. Hún hafði verið nær stödd en okkur hafði grunað og var fljót í svifum. Ég sá, að Dúi var laglegur piltur, hár og grannur, en nokkuð þreytulegur og þvældur á svipinn og forugur upp að hnjám úr mýrinni. — Halló, Lóa, hrópaði hann, — þú áttir ekki að starta bíln- um, þú, sem ekkert kannt að aka, — hvaða vit var það, Lóa! Bara skurðurinn og vitlaus hasar! Ég reyndi að stinga af með sprúttið þitt, flýtti mér eins og ég gat og drakk eins og ég gat torgað, — þú vissir að ég var bláedrú, vildi ekkert smakka meðan ég var við stýrið, ha, heyrirðu það, þú vissir-------

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.