Eimreiðin - 01.04.1952, Page 48
120
STRAUMAR ÍSLANDS
eimreiðin
og höfum. Hefur Danmörk löngum viljað takmarka yfirráð sín
við mjó sævarbelti með ströndum fram, til þess að komast hjá
hlutleysisskyldum. T. d. hefur Danmörk nú 4 kvartmílna land-
helgi, en telur hlutleysisskyldur sínar ná aðeins 3 kvartmílur
frá landi.
Það er ekki vandalaust að gera rétta og hlutlausa grein fyrir
stefnu stjórnarinnar í Kaupmannahöfn í „fiskveiðimáli“ íslands
eftir 1814, en þó aðallega um og eftir miðja 19. öld. En ég þekki
ekkert skjal, þar sem konungur, eða stjórnin í umboði hans, í
skýrum og ótvíræðum orðum gefi upp hinn forna yfirráðarétt
Islands yfir hafsvæðum Islands fyrir vestan mitt haf frá Noregi,
enda var kjarninn í þessu máli, „fiskveiðimálinu“, ekki yfirráða-
réttur yfir sjónum, heldur fiskiréttindi. Það skjal, er koma myndi
næst þessu efni, mundi vera tilskipun 12. febrúar 1872 „um
fiskveiðar útlendra viS Island o. fl.“. Um gang þess máls geta
menn lesið í Alþingistíðindunum, en hann var í fæstum orðum
svona:
Fyrir hið ráðgefandi alþingi 1871 lagði stjórnin í Kaupmanna-
höfn frumvarp til breytingar á tilskipun 13. júní 1787, er fjall-
aði um aukið verzlunarfrelsi og fiskveiðar. Fyrsta grein þessa
stjórnarfrumvarps hljóðaði svo:
„Ef útlendir fiskimenn hafa við nokkra fiskveiði fyrir strönd-
um Islands innan þeirra takmarka á sjó, þar sem landhelgi er,
eins og þau eru ákveðin í hinum almenna þjóðarétti eða kunna
að verða sett fyrir Island með sérlegum samningi við aðrar
þjóðir, þá skulu þeir sæta 10—200 rd. sektum.“
Eins og hver getur séð, kveður hér ekki aðeins við allt annan
tón en í hinum norska konungsúrskurði 22. febrúar 1812, heldur
er og efni greinarinnar allt annað. I henni eru straumar Islands
ekki nefndir á nafn, en þeir náðu þá efalaust austur á mitt haf
og þessi yfirráðaréttur Islands yfir hafinu var miklu eldri en
þjóðarétturinn, og það verður vandséð, að þessir straumar íslands
hafi þá riðið í bága við þjóðaréttinn.
Er þetta gerðist, er hin eiginlega og algengasta merking orðs-
ins landhelgi hin sama og fiskihelgi. En farið kann þá að hafa
verið að nota landhelgi sem útlegging „Territorialgrændse“. Er
þetta gerðist, er fáfræði þingmanna, einnig hinna löglærðu, svo
geysileg, að þeir þekkja svo til ekkert réttarsögulegt um þetta