Eimreiðin - 01.04.1952, Page 49
eimreiðin
STRAUMAR ISLANDS
121
eíni, og þjóðaréttinn þekkja þeir ekki heldur. Franska og enska
stjórnin eru búnar að lýsa því yfir, að þjóðarétturinn heimili
ekki og þær viðurkenni ekki breiðara belti en 3 kvartmílur.
Hinu sama hafa dindlar stjórnarinnar og aðrir, er sízt skyldu,
verið að skrökva að þingmönnum, er töldu í fáfræði sinni slíkt
sem þetta öldungis óhafandi og vildu með engu móti sætta sig
við það, þótt aðeins væri um fiskimörk að ræða. Næstum ein-
róma felldi alþingi þessa grein. Því næst ritaði alþing konungi
°g bað þess mjög eindregið, að þessi 1. gr. frumvarpsins yrði
ekki lögleidd.
Þrátt fyrir þessi sterku mótmæli tók konungur þessa 1. gr.
óbreytta upp í tilsk. 12. febrúar 1872 „um fiskveiSar útlendinga
við ísland o. fl.“.
Eitt er strax augljóst: Hvort sem landhelgi merkir hér fiski-
helgi eða „söterritorium“, þá voru þá og eru ekki enn í almenna
þjóðaréttinum til nokkur ákvæði um breidd hennar, og þess
vegna er ákvæði greinarinnar um það hreinn hégómi og segir
ekkert um breidd fiskihelginnar og því síður um breidd strauma
íslands, sem hvorki voru i greininni eða umræðunum nefndir á
nafn.
I greininni er „landhelgin" aðeins nefnd sem svæði, þar sem
utlendingum er meinað að fiska, sem fiskihelgi, en slíkt sævar-
belti hafði lengi verið fram með ströndum Islands innan straum-
anna, breiðast 6 vikur sjávar, en lengst af og venjulegast 4 dansk-
ar milur út frá nesjastefnu kringum landið. A firði og flóa
eða sæva innan nesjastefnu var frá öndverðu (samanber Grá-
gás) litið sem hluta af landinu sjálfu. En yfirráðasvæði lands-
ffls náði þá og nær enn miklu lengra út frá landi eða yfir
allt hafið fyrir vestan miðhafslínuna gömlu við Noreg. Og þetta
gamla yfirráðasvæði á hafinu, þar sem fiski 'og veiði var ekki
bönnuð útlendingum, var alls ekki til umræðu. f fyrirsögninni
er tilskipunin aðeins sögð vera um fiskveiSar útlendinga og fjallar
heldur ekki um annað. Og þessari tilskipun (12. febrúar 1872)
er ætlað að vera bót á eldri tilskipun, að því leyti sem hún f jallaði
um fiskveiðar, en þar sem vanta þótti ákvæði um fiskimörkin.
hað, sem deilan stóð um, voru og í rauninni fiskitakmörk.
1 1. greininni og í tilsk. 12. febrúar 1872 eru straumar Islands
eða konungs íslands hvergi nefndir á nafn og heldur ekki yfir-