Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1952, Side 52

Eimreiðin - 01.04.1952, Side 52
124 STRAUMAR ISLANDS EIMREIÐIN norskum lögum, svo og í boðum, bönnum og bréfum konunga fslands á fyrri öldum, og hafa aldrei verið úr gildi felld. Er höfundar síðustu tíma hafa rekið sig á bann eða bönn gegn veiði svo eða svo margar mílur eða vikur sjávar frá ströndum íslands, hafa þeir rokið upp og þótzt þarna sjá breidd landhelg- innar, og er það rétt i hinni upprunalegu merkingu þess orðs: fiskihelgi. En þetta segir ekkert, alls ekkert, um víðáttu yfirráða- réttarins. Menn mega með engu móti vera svo grænir, að lita á yfirráðarétt og bann við fiski útlendinga sem eitt og hið sama. Yfirráðarétturinn og straumarnir náðu og ná enn miklu lengra iit en fiskihelgin. Þótt menn rekist á bann gegn fiskveiðum á hafi, er óleyfilegt að álykta af því, að yfirráðarétturinn takmark- ist þar og nái ekki lengra út, eða andstætt, þótt menn finni að fiski og veiði sé frjáls á einhverju hafsvæði eða sæ, þá sé sá sjár ekki undir yfirráðarétti þjóðféldgs. Straumar íslands eða Noregs krónu náðu t. d. vissulega alveg upp að landi við Sval- barð, þótt veiði í sjónum þar væri frjáls upp að fjörum. Þótt Rússar mættu fiska utan mílu beltis fram með Finnmörk, var þetta ekki bending um, að straumar Noregs næðu ekki lengra út frá landi þarna fyrir 1812. Menn mega heldur ekki halda, að straumar Islands eða Noregs krónu hafi ekki náð vestur fyrir Grænland, þótt veiði við Vestur-Grænland eða Straat Davis væri á 18. öld (og síðar) aðeins bönnuð 4 mílur frá landi rit frá „nýlendunum“ og á 12—15 mílna svæði út frá þeim til beggja handa, og veiði og fiski væri þannig víða öllum frjáls alveg upp að landi. Veiðiréttur og yfirráðaréttur er sitt hvað. Meira en þetta segir fiskihelgin (eða landhelgin í sinni gömlu og réttu merkingu) heldur ekki um víðáttu strauma íslands eða yfirráðasvæði þess á hafinu, heldur segir Grágás og fornir laga- stafir til um það. Straumar fslands eða krónunnar eru ekki og hafa aldrei verið bundnir við fiskihelgina eða 4 mílur eða 6 vikur út frá nesjastefnu. Og straumar fslands og fiskihelgin er alger- lega sitt hvað, og „almenningur hiS ytra“ enn annað. Það, hversu langt út fiskihelgi íslands hefur verið varin, er og allt annað en það, hversu langt hún hefur náð út á hverjum tíma. Og það, að ísland hefur leyft fiski og frjálsa umferð uffl hafið, er allt annað en að ísland hafi gefið upp yfirráð sín yfír

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.