Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1952, Page 53

Eimreiðin - 01.04.1952, Page 53
eimiieiðin STRAUMAR ISLANDS 125 hafinu. 1 tíð Grágásar var umferð um hafið frjáls, og máske enda fiskið líka utan almenningsins, en ekki í almenningnum. A íslenzk lagaboð um þessi efni, fyrr og síðar, ber að líta eftir reglum íslenzkrar stjórnlagafræði. Þau eru ekki samningar við erlend ríki, þótt þau kunni að snerta hagsmuni þegna þeirra. Og þegar litið er á þessi mál í ljósi stjórnlagafræðinnar, ber fyrst °g fremst þess að minnast, að Island varð um langt skeið fyrir löglausri danskri íhlutun og var því ekki sjálfrátt gerða sinna. Ég hripa þessar línur mest vegna hálfgerðrar örvæntingar um, að mér muni auðnast að fá stundir til að rannsaka í skjalasöfn- um og svo gagn verði að heimildir um strauma fslands, og til þess að benda á, hversu brýn nauðsyn er, að þetta verði gert, °g það sem allra fyrst, og einkanlega áður en við vogum okkur ut í mál við Breta um yfirráðasvæði fslands á hafinu. Það kemur að því fyrr eða síðar, að úthöfunum og bjargræðis- Uiöguleikum þeirra verður skipt upp á milli þjóða eins og lönd- unum nú, þótt umferð um höfin verði vonandi aldrei framar hönnuð. Er þá auðsýnt, hvert gagn og nauðsyn oss er það að hafa aldrei vikið frá hinum forna rétti íslands til yfirráða yfir uorðanverðu Atlantshafinu, allt frá þeirri tíð, er við einir þjóða vorum megnugir að sigla um það. Ósk mín er, að vér látum yfirráðasvæði vort á sjónum óhreyft, hróflum ekkert við því, fyrr en öll skjöl og skrif um strauma íslands hafa verið dregin fram i dagsljósið. Því þótt Norðmenn gæfu upp yfirráðarétt sinn yfir hafinu 1812 utar en mílu frá ^andi, þá snertir þetta ekki oss eða yfirráðasvæði Islands. Og þegar við, knúðir af brýnni þörf, leitumst nú til að auka friðun fiskimiðanna, skulum við aðeins færa til fiskiveiðitakmörkin, fiskihelgina, en halda fast við strauma Islands austur á mitt haf °g yfir allt haf til vesturs, því að setja íslandi mjórra yfirráða- svæði á hafinu, mundi vera að nema þetta hið forna úr lögum, sem þrátt fyrir alla fávizku vora og glappaskot enn hefur ekki verið gert. 15. dez. 1951.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.