Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1952, Page 64

Eimreiðin - 01.04.1952, Page 64
Oft skellur hurð nærri hælum eftir Guðmund Þorsteinsson frá Lundi. Oft heyrist innt í þá átt, sérstaklega af þeim kynslóðum, sem enn eru innan þrítugsaldurs, að hætt sé við að þeim af eldri kynslóðunum, sem enn eru viðmælandi, sé farin að vaxa í augum ýmis atvik, sem þær minnast á, úr „sínu ungdæmi“. Ég hef heyrt margt af þessu, en trúi því fastlega, að þetta misræmi stafi af því, að tvær hinar yngstu kynslóðir þjóðarinnar hafa alizt upp og lifað við léttari kjör en nokkur kynslóð fyrr á landi hér. Á síðastliðinni hálfri öld hafa orðið stökkbreytingar í lifnaðarháttum fólksins með slíkum hraða, að einkum yngstu kynslóðirnar hafa týnt kafla úr sögu þjóðarinnar. Afleiðingar þess eru þegar farnar að segja til sín og munu þó koma betur fram síðar. Ennfremur hafa s. 1. þrjátíu ár verið góðæriskafli, sem gefur þeim, er ekki muna lengra, grun um það, að ýktar séu frá- sagnir af harðviðrum og hrakningum og enda ýmsum harðræðum, sem eldra fólkið segir skrumlaust frá. Þessar og þvílíkar hugrenningar voru að ónáða mig 10. dezem- ber s. 1., þegar ég lagði upp norðan af Sléttu til Reykjavíkur, ásamt félaga mínum, sem ætlaði að fylgja mér til skips að Kópa- skeri. Þann dag var eiginlega fyrsta upprof eftir nærri hálfs mánaðar hríða-kafla; suma dagana var svo vont, að ég hef ekki séð samfelld veður svo dimm í s. 1. þrjátíu ár. Eftir þennan kafla vissum við, að sú tækni tímans, sem við höfum ráð á, gat ekkert hjálpað okkur. Þess vegna smíðuðum við skíðagrind til þess að flytja á það, sem við þurftum að fara með og mun hafa vegið um 50 kg. Þennan fyrrnefnda morgun stigum við á skíði, tókum grindina í tog og héldum sem leið liggur inn yfir Hafnarskörð til Kópa- skers. Þó hvorugur okkar væri með öllu óvanur slíku fararsniði frá fyrri tíð, var færðin ekki betri en svo, að við vorum ðýá tíma þá leið, sem ekki er nema 15 km. Þóttumst við þann dag hafa lesið upp töluverðan kafla úr gamla tímanum. Við gistum á Kópa- skeri, en seint á næsta degi komst ég um borð í strandferðaskipið Heklu, sem skilaði mér um rismál næsta dags til Akureyrar. Ég

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.