Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1952, Page 67

Eimreiðin - 01.04.1952, Page 67
EIMnEIÐIN OFT SKELLUR HURÐ NÆRRI HÆLUM 139 við þar allir af okkur byrðamar, en þeir Sigurður ætluðu að taka einn „bóg“ enn, í leit að vörðunum; áttum við að kalla til þeirra með stuttu millibili, en það var auðvelt vegna lognsins. Þeir voru svo í vetfangi horfnir í sortann, en við kölluðumst á öðru hvoru. Svona leið lítil stund, en þá rofaði til nærri hvirfilpunkti himins, °S við, sem héldum kyrru fyrir, sáum það báðir í einu. Þar var líka nokkuð að sjá: „Der har vi jo Karlsvognen“, sagði Daninn. Hann sást raunar naumast allur, en áður en þessi glufa lokaðist, sem ekki dróst nema örfáar sekúndur, hafði ég gjört mér ljósa grein fyrir, hvar Pólstjörnunnar var að leita og sett á mig átt- irnar. Kallaði ég þá til þeirra Eðvalds og sagði þeim ákveðið átt- irnar. Sigurður tók stefnuna eftir því og forustu. Höfðum við ekki mjög lengi gengið, þegar hann þekkti sig. Við komumst að Ár- mótaseli heilu og höldnu um kl. 10 að kvöldi. Mig minnir þeir piltar væru að áætla, að við hefðum tafizt í þrjá tíma a. m. k. í villunni. í Ármótaseli var okkur tekið með allri þeirri alúð, sem heiðarbúamir ævinlega áttu til handa hverjum gesti. Þegar þetta Var, bjuggu í Ármótaseli Sigurður Benediktsson og kona hans. Ekki var þar vítt til veggja, en vel var að gestunum búið fyrir því. Veit það enginn nema sá, sem reynt hefur, hve gott var að koma inn í litla og hlýja baðstofu úr þreytandi ferðalögum gamla timans. Við sváfum líka vært, en fómm á fætur með skímu að morgni. Eðvald var þá búinn að semja við Sigurð Eyjólfsson um að 5ylgja sér í Möðrudal. Þar skildust leiðir okkar; mín leið lá út 1 Háreksstaði. Þeir þrír fóru, þegar tæplega var hálfbjart, og var eS ferðbúinn um leið. Sigurður bóndi latti mig mjög farar. Sagði þann, að sér þætti skuggalegt veðurútlit og vildi ég gerði mér a® góðu að bíða hjá sér betra færis. Ég var orðinn heimfús og vildi ekki sleppa færu veðri. Það var norðaustan gola, lágskrið á íönninni, bakka-þykkni í lofti, en úrkomulítið. Þá kvaðst Sigurður Vlija ganga með mér úr garði, því hann tortryggði alltaf veðrið. Et frá Jökuldalsheiði liggur svokölluð Tunguheiði, en Fellna- þiið langt út eftir henni nærri miðri. Dregur hún nafn af fjórum iclium, sem standa allhátt upp úr henni. Hið innsta þeirra heitir Skjaldklofi, en það næsta Dritfell. Frá Ármótaseli var stefna mín a Skjaldklofa. Sigurður bóndi gekk með mér nærri á hálfa leið þangað. Lagði hann þá enn að mér að snúa aftur með sér, en ég yildi áfram. Kvöddumst við þar með virktum, héldum hvor í sína att — og sáumst aldrei síðan. Lítilli stundu eftir að við skildumst, bnast á dimmviðri með norðaustan stormi. Ég reyndi að halda

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.