Eimreiðin - 01.04.1952, Qupperneq 69
EIMREIÐIN
OFT SKELLUR HURÐ NÆRRI HÆLUM
141
hafði það ekki með sér, sem títt var. í þetta skipti var þessu
tæplega lokið, þegar brast á í einu vetfangi, eins og skriða félli,
iðulaus blindbylur með slíkri veðurhæð, að baðstofan nötraði við.
Stefán hafði hverja skepnu í húsi, og dró það því ekkert úr gleð-
skap kvöldsins, þó ofviðrið hristi kofana. En ef ég hefði orðið að
þvælast út Tunguheiði, hefði ég varla undir neinum kringum-
stæðum verið kominn til húsa þegar stórhríðin brast á. Þá hefði
sennilega ekki þurft að tíunda mig framar, og hefði þá aðeins
°rðið einni sögunni fleira, sem fengu þann snubbótta endi, að
»fátt segir af einum“, en gleymdust næsta fljótt. Sannaðist þarna
sem oftar, að oft skellur hurð nærri hælum. Það heyrði m. a. til
ferðalögum gamla tímans að vera fremur bjartsýnn og treysta
dálítið á heppni, því annars komst maður lítið áfram. Oft varð
Þó það traust full-djarft; þá endaði stríðið með ósigri, — en það
er önnur saga.
Ofviðrið hélzt fram á morgun og var svo mikið, að fé fennti
úti í sveit í Vopnafirði, þar sem það var óhýst. Með degi fór samt
batnandi, og undir hádegið hélt ég af stað út í Vopnafjörð. Heim
hef ég samt ekki komizt það kvöld, því þá átti ég heima norður
a Hróaldsstöðum. En fyrir jólin slapp ég heim, og þótti það all-
Sott eftir ástæðum.
Slíkum ferðaháttum, sem ég hef drepið hér á, fylgdi það óhjá-
kvæmilega, að oft varð maður að slá af kröftunum og slaka á,
enda voru allar ferðaáætlanir gerðar með þeim fyrirvara. Þægindi
þau, sem nútíðin hefur vanið menn á, fá menn auðveldlega til að
Rleyma því gamla spakmæli, að „kaupmaður vill sigla, en byr
hlýtur að ráða“, þar til menn reka sig óvart á, að þetta getur
skeð enn í dag, eins og ég drap á í upphafi þessa máls.
★
M □ R G U N N .
-^uiturliimni á
lár iitt cjreiddi,
og róiaiíni rauÁu Irá
*iun relhju
kún relhiu iinni luítri frá
oij mjjan dacj l nalta anna iciddi.
Jdann íöncj fér áitarófi.
Ocj iólrccjn féll á iuarta förí.
Þar iáinn alur itók.