Eimreiðin - 01.04.1952, Síða 70
Máttur mannsandans
eftir dr. Alexander Cannon.
[Við lestur V. kafla bókar dr. Cannons eru lesendur beðnir að hafa í
huga, að í þessum kafla beinir höfundurinn einkum máli sinu til stéttar-
bræðra sinna, læknanna, enda birtist kaflinn upphaflega í læknatímariti. —
Dr. Cannon hefur lagt á það áherzlu í bókum sínum um déleiðslu, að hana
ættu helzt ekki aðrir að iðka en læknar eða læknisfróðir menn, með ábyrgðar-
tilfinningu og þroskaða siðgæðismeðvitund. Hann telur, að dáleiðsla geti
verið hættuleg, þegar óhlutvandir menn og ekki starfi sinu vaxnir hafi hana
um hönd, enda þótt það sé fágæt undantekning, að dávaldar geti dáleitt
menn gegn vilja þeirra. ÞýS.]
Sjúklingar leita lækna til þess að verða heilbrigðir! Gott og
vel, gleymið þá ekki að umvefja þá hugsanahjúpi heilbrigði,
bjartsýni og sjálfstrausts. Þrýstið mynd þessara kennda inn a
hugi þeirra og gerið það með svo hnitmiðaðri nákvæmni, að
áhrifunum ekki skeiki.
Sjúklingarnir koma oft til ykkar af því þá skortir öryggi og
trú á sjálfa sig. Blásið þeim í brjóst bata, sem þeir þarfnast, og
verið beinskeytir. Notið nútíðina, eins og batinn sé þegar byrj-
aður. Og gleymið ekki, þegar einum áfanga er náð, að kenna
þeim að beina huganum sífellt hærra og hærra. Þvi meðvitund-
inni hættir til að hrapa aftur niður í athafnaleysi, þó að henni
sé beint að einhverju marki, ef linað er á hvatningunni, og
verður því jafnan að setja henni nýtt og hærra mark en áður,
án þess að nokkurntíma sé staðar numið. Meðvitundin ályktar
eitthvað á þessa leið: Ég hef verið rekin til að gera þetta, en
nú hef ég náð markinu og get því tekið mér hvíld. En þá verðui
að kenna henni á þessa leið: Fyrir þig er ekki um neina hvíld
að ræða, því ég hef þegar látið þig byrja á að keppa að enn
hærra marki. Það er mikilvægt fyrir sjúklinginn, að sá áhugi
hans, sem vakinn er, haldist áfram óslitið og aukist. Eftir þv|
sem áhuginn eykst, eftir því verður batinn skjótari, unz að þvl