Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1952, Page 74

Eimreiðin - 01.04.1952, Page 74
146 MÁTTUR MANNSANDANS EIMItEIÐIN magnað hinn dáleidda á þenna hátt í 20—40 mínútur, lætur dávaldurinn hann vakna hressan og endumærðan. Að boði dá- valdsins man hann ekkert hvað gerzt hefur, en hann er nú eftir dásvefninn eins og nýr maður, hlaðinn starfsþrótti, og þessi til- finning getur varðveitzt hjá honum frá viku til fjögra vikna eftir ástæðum. Ég hef áður ritað ítarlega um eðli og lögmál dáleiðslunnar í bók minni, Dáleiðsluvísindin (1947) og í læknablaðinu Medical World 31. dezember 1943, og orðlengi því ekki um það mál hér, vil aðeins minnast á hina einföldu kenningu Heidenhams uffl áhrif dáleiðslu á frumustarfsemi heilans: Tilbreytingarlaus hljóð eða athafnir valda doða og svefni. Skyndilegur hávaði eða ljós- glampi verkar aftur á móti þannig, að maður hrekkur upp og glaðvaknar á svipstundu. Hvað skeður þegar maður er dáleiddur í fyrsta sinn með þvl að láta hann horfa stöðugt í einhvern bjartan hlut? Vitund hans er beint algerlega að einni skynjan og allar aðrar útilokaðar. Hann missir smásaman meðvitund um allt annað, og að síðustu sér hann aðeins þenna eina hlut og hefur ekki meðvitund uffl neitt annað. Þegar svo loks sjónstöðvamar em orðnar svo þreytt- ar, að þær svara ekki lengur utanaðkomandi áhrifum, slokknar líkamleg sjón hans algerlega og vitund hans verður eftir í eyð1 og tóm, hann er með öðrum orðum meðvitundarlaus. Hann hefu1' verið færður út úr völundarhúsi þeirra fjölbreytilegu hugsana, sem hver heilbrigður maður tekur við og sendir frá sér í önnum daglegs lífs, og leiddur út á víðáttu algleymisins með eina hug- sýn aðeins að leiðarljósi, sem allur hugur hans beinist að. Að lokum lykst svo þetta algleymi um hann til fullnustu og þesS1 eina hugsýn hverfur einnig. Hugur hans er orðinn myrkur og tómur geimur. Inn í þenna myrka og tóma geim getur nú dávaldurinn varp- að hugsýnum frá sjálfum sér. Eins og ljósgeisli, sem leggur 11111 í koldimmt herbergi, skín með margföldum styrk og ljóma vegna andstæðu myrkursins og útilokun allrar birtu, þannig orka hug' sýnir þær, sem dávaldurinn blæs hinum dáleidda í brjóst, með margföldum krafti á ímyndunarafl hans. Dávaldurinn getur að vild hrifið dáleiddan mann úr máttleysl dásvefnsins. Þetta máttleysi er því ekki algert eins og þegar um

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.