Eimreiðin - 01.04.1952, Side 75
ElMREIÐIN
MÁTTUR MANNSANDANS
147
löniunarsjúkdóm er að ræða. Það er hægt að magna hverja
taugahræringu hins dáleidda, svo að hann verði miklu næmari
fyrir áhrifum en í vöku. Hann getur fundið hvað daufa lykt
sem er, þó að hann hafi rétt áður ekki fundið nokkra lykt af
sterku ammoníaki, sem borið var að vitum hans. Og að hoði dá-
valdsins getur hann breytzt í einni svipan úr máttlausri hrúgu
í vöðvastæltan kraftajötun, sem getur unnið ofurmannleg afreks-
verk.
Samskonar breytingar getur dávaldurinn kallað fram í til-
finningalífi dáleidds manns, breytt honum úr voluðum aum-
ingja í lífsglaðan og áræðinn ofurhuga. Mótsetningamar í til-
finningalifi hans verða margfalt sterkari en i vöku. Því í vök-
nnni kemur sjálfsstjórnin til sögunnar og tekur í taumana, sé
°f langt gengið, en hjá dáleiddum manni er ekki um neina sjálfs-
stjórn að ræða. Hann er algerlega á valdi þeirrar ástriðu eða
tilfinningar, sem dávaldurinn blæs honum í brjóst.
Ég hef veitt því eftirtekt, að maður, sem hefur verið daleiddur
1 lokuðu herbergi, sem er einangrað þannig, að stuttbylgjur raf-
^nagns komast ekki út úr því, getur ekki „ferðast í anda og séð
°f heima alla“ utan veggja þess herbergis, eins og hann getur í
hverju öðm herbergi, þar sem hann er staddur. Þetta virðist
henda til þess, að dáleiðsla grundvallist á bylgjuhreyfingum eitt-
hvað í aott við svokallaðar stuttbylgjur.
Sá maður, karl eða kona, sem hefur mestan vitsmunaþroska,
hefur,'ef rétt er að farið, mestan mátt til að heilla aðra og til að
láta heillast. Þetta þýðir, með öðmm orðum, að því meiri vits-
^unaþroska sem maðurinn hefur náð, þeim mun auðveldara
Veitist honum að dáleiða aðra og láta dáleiðast. íhugið þessi mikil-
Vægu sannindi með sjálfum yður og lærið af þeim.
(Framh.)
= § =
ÖorS«8 meS brosi.
Allir töluðu um skattakúgunina. Einn samkvæmisgestanna sagði: „Verið
e i að ergja ykkur út af sköttunum. Borgið þá bara með brosi!
nHvort ég vildi ekki!“ hrópaði ein úr hópnum, „en þvi miður krefst skatt-
e*mtumaðurinn peninga.“
Point de Vue, París.