Eimreiðin - 01.04.1952, Side 76
LEIKLISTIN.
Gestii i höíudsta&num.
Það má segja, að ekki hafi
verið á það bætandi, sem búið
er að sýna Reykvíkingum af
leikritum í vetur, með Kláusum
og Tyrkja-Guddu sem sérlegum
ábæti undir vorið, en samt verð-
ur það helzt til tíðinda úr leik-
listarheiminum, að hingað komu
gestir, sinn hópurinn úr hvorri
áttinni, fimm félög áhugamanna
utan af landi með leikrit sín og
svo leikarar sjálfs konunglega
leikhússins í Kaupmannahöfn
til að Ijúka úthaldinu með
Lukkulegu skipbroti.
Það er vitað mál, að íslenzk
leiklist stendur hæst í höfuð-
staðnum. Þetta er ekki mælt af
neinum höfuðstaðargorgeir, það
er eðlileg afleiðing af því, að
leiklistin í Reykjavík stendur á
grunni, meir en hálfrar aldar
gömlum, sem áhugamenn lögðu
henni með þrotlausu, árvökru
starfi. Enn sem komið er skipt-
ir það ekki verulegu máli, að
nokkur hluti leikenda hér er
orðinn fastlaunaður, hefur gert
list sína að lífsstarfi, fyrir ör-
skömmum tíma voru þessir leik-
endur áhugamenn rétt eins og
leikendur alls staðar utan
Reykjavíkur eru enn. Hver
áhrif nýgræðingurinn, skóla-
genginn heima og erlendis, kann
að hafa, er vandséð, en það er
víst, að fyllist hann stærilæti
eða ofmetnaði gagnvart ein-
lægri og heiðarlegri viðleitni
áhugamanna og telji sér ósam-
boðið að tileinka sér hið bezta
úr íslenzkri leikmennt eins og
hún birtist hjá leikurum eins
og Friðfinni Guðjónssyni, Gunn-
þórunni Halldórsdóttur, Brynj-
ólfi Jóhannessyni og Arndísi
Björnsdóttur, þá er íslenzkri
leiklist voðinn vís.
Það var þess vegna alveg sér-
staklega lærdómsríkt og mjög
ánægjulegt að sjá í hópi gest-
anna utan af landi Svövu Jóns-
dóttur, leikkonu frá Akureyri-
Hún lék með Leikfélagi Hvera-
gerðis í hlutverki frú Midget í
sjónleiknum Á útleið, fyrsta
leikritinu, sem sýnt var á veg-
um Bandalags íslenzkra leiK-
félaga. Leikur hennar var sann-
ur frá fyrsta til hins síðasta,
byggður á einfaldri en Þ°
sterkri innlifun í hlutverkið, a
ytra borði, í máli og fasi, mjög
vel samstilltum, skemmtilegutn
og sjálfstæðum skilningi leiK-
konunnar á skaphöfn hinnar