Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1952, Side 78

Eimreiðin - 01.04.1952, Side 78
150 LEIKLISTIN EIMREIÐIN „Lukkulegt skipbrot“ og Árni Thorlacius þýddi það „Skip- brotið heppilega“ og sýndi í Stykkishólmi á þeim árunum, er sá staður við Breiðafjörð var menningarleg miðstöð landsins. Allur leikflokkurinn var sam- hentur sem bezt varð á kosið til að gera leikstundina skemmti- lega og eftirminnilega. Þar yfir- gekk hver annan í kunnáttu- samri leikni, sem náði hámarki í stórýktum skopstælingum, framreiddum af fullu blygðun- arleysi eins og af leikbrúðum á þræði. Dómsorð dómarans í leiknum, hóglátlega og trúlega leikinn af Martin Hansen í gervi Holbergs sjálfs, komu réttilega niður á þessum skrípum, ævin- lega ofurseldum háðunginni, — en var ástandið nú svona slæmt í kóngsins Kaupinhöfn 1724? Og við, sem höfum litið upp til þess staðar! Það var einkum tvennt, sem græddist á þessari sýningu. Annað var það, að sjá Poul Reumert enn einu sinni móta leikpersónu með allri sinni dæ- mónísku leikni. í þeim leikara er dæmon, sem brennur og skín í hvítglóandi sjálfseyðingareldi — aðdáanlegur, hættulegur. — Hafi mér ekki stórlega mis- sýnzt, var leikarinn samt ekki í essinu sínu í þessu hlutverki smjaðrarans Rósiflengiusar. Hvernig hann skáskaut sér und- an, hvernig hann gaut augun- um, hvemig hann hlúnkaðist í sæti sitt — allt var þetta af- bragð, en miðflóttarafl hlut- verksins var ekki nægilegt til að bera þessa risa-orku yfir margar og hættulegar eyður, tilfinnanlegastar í síðasta þætti leiksins. Hitt, sem græddist, var samanburður, sem vér komumst ekki hjá að gera í huganum á þessari leiklist og vorri eigin leiklist. Hvar er þá íslenzk leiklist á vegi stödd? Hafi fyrri gesta- koma vorsins fært oss heim sanninn um neðri mörk listar- innar, viðvaningsháttinn, til- gangslaust fum og fálm, ónóga leikstjórn og hver veit hvað, sýndi þá þessi gestakoma efri mörkin, sem eftirsóknarvert væri að keppa eftir? í Þjóðleikhúsinu er það, sem matið skal fara fram. Fyrst rekur maður augun í það, að þar sem danski leikflokkurinn hefur samhengi og jafnvægi í samleiknum, eru vorir menn eins og týndir sitt úr hverri átt- inni. Líkamsburðir og útlit virð- ist ekki skipta minnsta máli, þegar leikendur veljast til leiks hér — og tilfinnanlegast er, að hver syngur með sínu nefi, hvað alla textameðferð snertir. Þar er greinilega einn skóli, ein ríkj- andi stefna um móðurmálið, eitt kerfi til líkamsþjálfunar — hér ægir öllu saman: Enskur skóli. danskur skóli, enginn skóli og Þjóðleikhússkóli. Að sýningar hafa ekki tekizt verr en raun ber vitni um, er því að þakka, að kunnáttusamir leikstjórar hafa eytt hálfri orku sinni til að samræma þessi ósköp, en fa1 þeir sjálfir flísina í augað, er voðinn vís. Það má um leiklist vora segja líkt og Englendingar sögðu um flugmenn sína í stríð-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.