Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1952, Page 81

Eimreiðin - 01.04.1952, Page 81
Ritsjá Ólafur Björnsson, prófessor: HAG- FRÆÐI, Rvk 1951 (HlaSbuö). SiðastliðiS haust kom út á vegum bókaútgáfunnar Hlaðbúð í Reykjavik kennslubók í hagfræði eftir Ölaf Björnsson, prófessor við Háskóla Is- lands. Þetta er allmikið rit, 173 blað- siður þéttprentaðar í Eimreiðarbroti. Bókin var upphaflega samin til notk- unar við kennslu í hagfræði í Verzl- unarskóla Islands og fjölrituð handa nemendum þar. Þótt hókin komi nú ut á prenti með ýmsum breytingum °g viðaukum, er henni þó eftir sem 'iður ætlað að vera kennslubók i þess- um fræðum fyrir verzlunarskóla og byrjunarnámskeið stúdenta. En höf- undur ætlast jafnframt til þess, að bókin geti einnig orðið leiðarvísir beim mönnum, sem áhuga hafa á þjóðfélagsmálum og kynnast vilja grundvallaratriðum hagfræðivísind- anna. Og hvernig hefur svo höfundi tek- lzt þetta? Þegar á allt er litið verður ekki annað sagt en að hann hafi í ullum aðalatriðum nóð settu marki. 1 ekki stærra riti hefur honum tekizt þjappa saman furðulega miklu eíni um flesta helztu þæti efnahags- starfseminnar. Bókinni er skipt niður í 11 kaf la, og er þar fyrst gerð grein fyrir viðfangs- efnum hagfræðivísindanna, skipu- lagningu framleiðslunnar, verðmynd- Uni peningamálum og lónstofnunum, millirikjaverzlun, verðlagi og hag- sveiflum, þjóðartekjum og að lokum rætt nokkuð um helztu stefnur, sem nú eru uppi í efnahagsmálum. Af yfirliti þessu má róða, að hér hlýtur viða að vera stiklað á stóru, þar sem heita má, að hver einstakur kafli fjalli um sjólfstæða fræðigrein. En höfundi hefur tekizt að draga saman ó skýran og ljósan hátt grein- argott yfirlit um hverja þeirra. Var honum þó óneitanlega mikill vandi á höndum, þar sem um svo viðtækt efni er að ræða. Mó raunar segja, að þar með sé þrautin leyst, því að við samningu bókar sem þessarar, skiptir það mesu móli að kunna að greina á milli þeirra atriða, sem almennt gildi hafa og hinna, sem heyra sérþekk- ingunni til. Þetta virðist mér höf- undi hafa tekizt, og kom honum þar vafalaust að gagni löng reynsla við kennslustörf, enda hefur hann nú um árabil verið kennari við Háskóla Is- lands og aðrar helztu menntastofn- anir landsins. Um málfar bókarinnar er allt gott að segja. Það er látlaust og lipurt og her þess vott, að höfundur hefur efn- ið vel á valdi sinu. Hann er fundvis á íslenzk heiti á hinum ýmsu hug- tökum hagfræðinnar, og mér finnst honum yfirleitt hafa tekizt vel, þeg- ar hann þarf að mynda ný. Eiga mörg þeirra sjalfsagt eftir að festa rætur í islenzku hagfræðimáli. Þó

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.