Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1952, Side 86

Eimreiðin - 01.04.1952, Side 86
158 RITSJÁ EIMREIÐIN LANDSBANKI ISLANDS 1950. Rvik 1952. Frá aðalbanka þjóðarinnar hefur um langt skeið komið út ársrit, }>ar sem ekki er aðeins fjallað um störf bankans, reikningar hans birtir o. s. frv., heldur er að finna ótal upplýs- ingar um efnahagslíf þjóðarinnar, at- vinnuvegi hennar, fjárhag, verðlag, verzlun, samgöngur o. fl. Ársrit bank- ans fyrir 1950 hefur orðið siðbúið nokkuð, }>ví það er fyrir skömmu komið út og hefur verið sent Eim- reiðinni nýlega. Sem dæmi um þann fróðleik, sem hér er að finna, má nefna, að á ár- inu 1950 veitti Félagsmálaráðuneytið 210 ný atvinnuleyfi til útlendinga, en þar af voru 74 karlar og 136 kon- ur. Flest atvinnuleyfin, eða 88, fengu Danir, þá Þjóðverjar 83, Svíar 12 og Norðmenn 10. Árið áður höfðu þó enn fleiri atvinnuleyfi verið veitt út- lendingum, þvi þá fengu 141 Dani, 95 Þjóðverjar, 12 Sviar og 54 Norð- menn hér þetta leyfi. Fjölmennastar árið 1950 voru starfsstúlkur á heimil- um og sjúkrahúsum, alls 101, þá iðn- aðarmenn og -konur 48 og hjúkrun- arkonur 20. Gjaldeyrisleyfi fyrir vinnulaunum erlendra manna á Is- landi voru veitt á árinu að upphæð 1,4 millj. kr. og jafnhá upphæð árið þar áður. Þess má geta, að á sama tíma og þetta fór fram, var atvinnu- leysi með meira móti víðast hvar á landinu. Annað dæmi má nefna, að á árinu 1950 nam innflutningur tilbúins áburðar 13.668 tonnum, en heildar- verð hans var 10,57 millj. kr. Árið áður hafði innflutningur þessarar vöru numið 14.360 tonnum, að verð- mæti 7,47 millj. kr. Á árinu 1950 var byrjað að vinna að undirbúningi að byggingu áburðarverksmiðju og lof- orð fengið fyrir Marshallfé til henn- ar. En í febrúar 1951 var stofnað hlutafélag, til að reka verksmiðjuna, með 10 millj. kr. hlutafé, en af því leggur ríkissjóður til 6 millj. kr. Eins og kunnugt er hefur bygging þessar- ar verksmiðju nú á þessu ári verið hafin í Gufunesi, og er gert ráð fyrir að henni verði lokið á næsta ári. Þriðja dæmið er um ferðalög til útlanda og hingað: Á árinu 1950 voru farþegar til útlanda 9542 (árið áður 11606), en til landsins komu 8698 ferðamenn (árið áður 11688). Um tekjur af útlendum ferðamönn- uin er ekki getið, enda líklega litlar eða engar. Hér er ekki rúm til að telja upp fleira úr þessari árbók Landsbanka Islands. Þess má aðeins geta, að hún er stórfróðlegt heimildarrit um fjöl- mörg atriði varðandi hag lands og þjóðar. Sv. S. 20TH CENTURY SCANDINAV- IAN POETRY. Svo heitir bók, sem út kom 1950, en hefur nýlega verið send Eimreið- inni. Það er félagið ,,The Scandinav- ian Book Club“ í New York, sem hefur séð um prentun þessa safns is- lenzkra, danskra, norskra, sænskra og finnskra kvæða, frá árunum 1900 1950, í enskri þýðingu. Islandi er helgaður fyrsti hluti bókarinnar, og hefur dr. Stefán Einarsson, prófessor í Baltimore, séð um val þýðinga is- lenzku kvæðanna og ritað stuttan for- mála að þeim. Um valið ú sjálfum þýðingunum hefur orðið að miða við þann litla forða og misjafna að gæð- um, sem til er í enskum þýðingum-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.