Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1958, Blaðsíða 51

Eimreiðin - 01.04.1958, Blaðsíða 51
EIMREIÐIN 123 káls liggur vegurinn í bröttum sneiðingi ofan í Dómadal, er þá farið um hraun eitt, sandi orpið, sunnan við Tjörvafell. Standa þar á víð og dreif strýtur og drangar upp úr sandinum, mótaðar hinum furðulegustu kynjamyndum. Á hægri hönd blasir við Frostastaðavatn. Þykir mörgum það fríðast fjalla- vatna. Á þar fyrrum að hafa staðið bær, er hét á Frostastöð- um. Var þá gnægð fiskjar í vatninu, en sagan segir, að tekið hafi fyrir þá veiði eftir að loðsilungur hafði orðið heimilis- fólki að bana. Þannig endar þjóðsagan ástarharmleik við hið fagra fjallavatn. Nú er vatnið ördauða, utan hvar þar sjást skötuormar, brunnklukkur og einstaka homsíli. Við suður- enda Frostastaðavatns hefur kolsvart hrafntinnuhraun, er hJámshraun heitir, ollið út í vatnið og eykur því enn við lita- skraut hins ljósrauða Suðumáms, er gnæfir þar yfir bjartur ílf líparíti, en sundursoðinn og marglitaður af brennisteins- skellum. Við lögðum nú krók á leið okkar til þess að skoða Ljóta- Poll, sprengigíginn mikla, sem liggur þar norður við Tungnaá. kr hrikalegt að líta af rauðbrenndum barmi hans ofan í kol- blátt og ægidjúpt vatnið í gígbotninum, en lítil leið að gera Ser í hugarlund þær hamfarir, sem verið hafa við myndun þessa öndunarops á jarðskorpunni. Nokkru vestar er annar g]gur grár af vikri og heldur óásjálegur, en frægur fyrir það ?lð hafa þeytt vikursalla um allt land í þann mund, sem bjórsdælir og aðrir landnemar hlóðu vegg til húsa sinna. Frá Ljótapolli liggur leiðin um Frostastaðaháls. Opnast þá hið fegursta útsýni yfir mosavaxna eldgígi og úfin hraun, er teYgja sig niður að aurum Jökulgilskvíslar. En yfir hana fór- Urn við skömmu síðar. Blasa þá við Landmannalaugar hand- au kvíslarinnar, og var þar ákveðinn annar náttstaður okkar. harna er góður hagi, þótt á litlu svæði sé. Er gróðurinn sér- kennilegur, og margar láglendisjurtir ná þar ofurvexti við laugarylinn og verða torkennilegar þar á hálendinu. Hjá þessari gróðurvin, við jaðar Laugahrauns, em nokkrir gamlir h-itarmannakofar, og þar er hið vistlega hús Ferðafélagsins. híutum við þæginda þess. Var þar glatt á hjalla um kvöldið, °g skemmtu menn sér við kveðskap og söng. Að morgni hins þriðja dags skoðuðum við næsta nágrenni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.