Eimreiðin - 01.04.1958, Blaðsíða 10
Um peninga
eftir Arne Garborg.
Peningar hafa ekkert sjálfstœtt gildi. Enginn etur þa
eða drekkur né lilceðist þeim. Maður getur haft fullar hend-
ur fjár og þó verið hungraður og þyrstur og kalinn til
ólífis — ef mat, drykk og klœði skortir.
Því fer fjarri, að peningar séu œðstir gæða, og þeir eru
ekki heldur nœstæðstir. En þeir eru mikil blessun þeim,
sem með þá kunna að fara.
Sagt er, að allt fáist fyrir peninga. Nei, það er öðru
nær.
Hægt er að kaupa mat en ekki matarlyst, lyf en ekki
heilsu, hægan beð en ekki svefn, lærdóm en ekki mann-
vit, skart en ekki fegurð, iburð en ekki þokka, skemmtun
en ekki gleði, félaga en ekki vini, fylgd en ekki tryggð>
gervi en ekki göfgi, hóglifi en ekki sálarró.
Skurn allra liluta fæst við fé, en kjarninn aldrei; hann
má ekki verði kaupa.
H. S. og K. E. þýddu.