Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1958, Blaðsíða 36

Eimreiðin - 01.04.1958, Blaðsíða 36
108 EIMREIÐIN en hitt. En vitanlega get ég hætt þessu, hvenær sem er. Ég er líka stundum að fikta við skro og snuff, og þá er miklu minni hætta á að ég venjist á tóbaksbrúkun, sem nokkru nemur. Viltu ekki bíta þér eina tölu, kunningi? Einn dag barst mér fréttin um að vinur minn væri kom- inn á sjúkrahús, og þá lét ég ekki dragast að heimsækja hann. Mér rann til rifja að sjá hann, þar sem hann sat uppi við herðadýnu í sjúkrarúminu. Þetta var sannarleg hryggðar- mynd, ekkert annað en skröltandi beinagrindin í skorpnuð- um bjómum. Hann hélt um tóbakspontuna, gulum, tálguðum fingrum og tóbakið lá í röstum á rúmfötunum og honum sjálfum. — Líður þér ekki sem bezt, vinur? varð mér að orði. — Ojæja. Það virðist vera einhver bölvuð ótyrming í mér> af hverju sem hún kann að stafa. Læknirinn segir fátt og ekki mikið mark takandi á því litla, sem hann fæst til að láta uppi- En eitthvað er þó að, hvað sem það kann að vera. Já, svona er þetta stundum. Ég hef þó sannarlega leitazt við að fara vel með heilsuna og lifa reglusömu lífi, en það er eins og það sé ekki alltaf nóg. Annars líður mér ekki sem verst hérna. Ég felli mig einna sízt við það, að mega ekki fá mér reyk, þegar mig langar til, en það er stranglega bannað hér. Þú veizt að ég var stundum að fá mér í pípu, en mig hefur aldrei langað verulega til þess fyrr en núna. Og það get ég sagt þér, að ef ég vendist á að reykja í alvöru, þá er engu öðru um að kenna en bölvaðri fanatikinni í þessum læknum hérna. — En það er þó bót í máli, að þú hefur pontuna þér til dægrastyttingar. — Já, að vísu og það er skárra en ekki. En gerðu nú eitt góðverk, kæri vinur. Reyndu að útvega mér dálítinn enda af skroi. Að vísu harðbannar hjúkrunarkonan mér að hafa slikt um hönd hér, en mér kynni nú að takast að fara í kring- um hana. Ég gæti spýtt út um gluggann. Mér væri þá illa * ætt skotið, ef ég drægi ekki héma út á lóðina, þó að ég orðinn mesti ræfill. Þegar ég var að fara, mætti ég lækninum á sjúkrahússgang'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.