Eimreiðin - 01.04.1958, Blaðsíða 61
EIMREIÐIN
133
Á Emstrujökli.
fólki að fara þar um, þar sem sandbleytur og viðsjál jökul-
vötn sé tíður farartálmi á þeirri leið. Leitarmenn eru hins
vegar kunnugir þar um slóðir, hverjir á sínum afrétti, þótt
ckki noti þeir þá leið til ferða milli byggða. Þessu mun þó
hafa verið öðruvísi varið á söguöld, og er Njála þar helzt til
frásagnar um lýsingu leiðarinnar. Skýrir hún frá því, að bæði
Hosi í brennuferð sinni, síðar Kári og eins Sigfússynir hafi
allir farið að fjallabaki. í hugmynd söguritara hefur leiðin
verið þannig, að farið hafi verið að austan um Sandinn, þ. e.
^íælifellssand, með Eyjafjallajökul á vinstri hönd, en svo var
allur Mýrdalsjökull nefndur. Þaðan var haldið í Goðaland
°g síðan komið í Þórsmörk. Er þetta eðlileg lýsing leiðar-
innar, að undanskildu því, að Goðaland er þama ranglega
s!aðsett eftir seinni tíma notkun þessa örnefnis. En vel má
það áður hafa verið notað yfir það, sem nú eru kallaðar