Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1958, Blaðsíða 68

Eimreiðin - 01.04.1958, Blaðsíða 68
140 EIMREIÐIN kvæðið Björn Sveinbjarnarson og kraftakvæðið Bréf til vinar mins, auk fjölda annarra skáldlegra og prýðilegra kvæða. En Guðmundur var berorður og heflaði ekki alltaf orðbragðið, svo að á stöku stað mátti segja að nærri lægi smekkleysi eftii' þeirrar tíðar (1902) tízku og háttum. En hvergi brást orð- snilldin og sérkenni þau, er jafnan einkenndu þennan mikla rithöfund og skáld. — Ég var þá 16 ára, og ég tók mig til og skrifaði um bókina all-langt mál. Var það einkum svar til ,,Kolskeggs“. Sendi ég þetta ritstjóra einum í Reykjavík, en sá það aldrei síðar. Mér er nær að halda að óhætt hefði verið að birta þessa umsögn mína og að hún hafi verið sanngjörn, — og víst var það, að ekki dulbjó ég þar meiningar mínar, fremur en „Kolskeggur". En ég sendi ritstjóranum ekki nafn mitt og var það, auðvitað, nægilegt til þess að greinin kom ekki í blaði hans, þótt ekki kæmi annað til. Má ég gera ráð fyrir, að þessi fyrsti „ritdómur" minn hafi verið fremur barna- legur. — Guðmundur Friðjónsson fór að búa á Sandi, varð fljótt þjóðfrægur maður. Hann kom ótrúlega miklu í verk. Fjöl- skyldan varð stór og efni lítil, en áhugi og dugnaður með fádæmum. Gera má ráð fyrir að Guðmundur hafi oft sofið lítið á þeim áratugum. Metnaður hans var mikill; hann vildi komast af og koma sínum mörgu börnum til manndóms og mennta — og það tókst. — Þeir af sonum hans, er ég þekki, eru óvenjulega sannmenntaðir menn. — Guðmundur setti sci hátt takmark, þar var enginn miðlungsbragur er til skáld- skapar og ritmennsku kom. Hann hafði margt til að bera, svo að til afburða mátti hiklaust telja: Gáfur, minni frábærh dugnað og áhuga. Aftur á móti skorti hann fé og tækiferl til þess að víkka sjóndeildarhringinn með utanferðum og þehi1 lærdómi, sem sæmdi fullkomlega hans miklu gáfum og hæú leikum. Varð hann því nokkuð einrænn og einþykkur, eink- um á fyrri hluta ævinnar, en vann sig upp úr því á síðan árum er hagur hans batnaði og hann hafði ástæðu til þesS að dveljast langtímum í Reykjavík. Hann varð, vissulega, rnik ið skáld og nokkur kvæða hans og smásögur eru perlur, sena vel sóma sér í kórónu íslenzkra bókmennta, — en ég tel hk légt, að ef hann hefði hlotið það uppeldi og menntun, sen1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.