Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1958, Blaðsíða 52

Eimreiðin - 01.04.1958, Blaðsíða 52
124 EIMREIÐIN lauganna. Gengum á hraunið, sem er hvasseggjað hrafntinnu- klungur, og sáum til Brennisteinsöldu og hveranna þar. Stíga þar hvítir, hvæsandi gufustrókar við biksvartan hraunjaðar- inn upp úr ótal augum og brennisteinspyttum. Þar fellur Námskvísl austur um ljósgi'ýtisaura, unz hún sameinast Jökul- gilskvíslinni, er kemur sunnan úr Torfajökli. Er Jökulgilið nokkuð gróið innanvert í svokölluðu Hattveri, og er það ætlun sumra, að þar hafi Torfi í Klofa dvalið með hyski sínu, meðan sóttarplágan geisaði í byggð. Úr Laugum héld- um við áfram austur með Barminum um Kýlinga. Sést þá Snjóalda norðan Tungnaár og norður til Veiðivatna, en til suðurs er Kirkjufell, bratt og klettótt hið efra. Við austur- horn þess er farið yfir ós þann, er rennur úr Kirkjufellsvatni, og er þá komið á afrétt Skaftártungumanna. Á sandhálsi nokkrum er farið um Rótargil. Skín þar á skæran, gulgrænan mosa, og á honum tindra tærir vatnsdropar, sem glitri perlur á gullnu flosi. Hefur mörgum orðið starsýnt á þetta fínlega litskrúð náttúrunnar þama í auðninni. Austan við þennan háls tóku við Jökuldalir, en þaðan er leiðin öll á fótinn yfir heiðardrög, dældir og gil, unz komið var á Herðubreiðarháls- Á þessar slóðir var farið fyrr á öldum til þess að grafa hvannarætur, sem þá vom mikið etnar, einkum á Suðurlandi. í þjóðsögum okkar er fjöldi sagna um menn, sem fóra ýmist af Landi, Rangárvöllum eða Skaftártungu um Fjallabaks- veg til hvannatekju, fiskiveiða eða álftadráps og komust 1 kast við útilegumenn. Og heldur hefur þótt vera uggvænlegt að vera einn á ferð undir Skuggafjöllum. En ekki er það ósennilegt, að þar hafi byggðarmenn að austan og vestan háð harðar glímur og báðir verið í þeirri trú, að mótherjinn væn fjallabúi. En nú fymist yfir sögur af fjallabúum, og í Rótar- gili vaxa engar hvannir framar. Af Herðubreiðarhálsi er víðsýni mikið, en nokkuð var lág' skýjað, þegar við riðum þar um, og öll hin hærri fjöll hulin- En við héldum af hálsinum niður melrana og mosavaxna heiðarfláka, þar til er komið var um brattan sneiðing ofan í Eldgjá, sem er eitt af þeim náttúruundrum, er vart á sinn líka á jörðu hér. Blöstu þar við í suðri barmar þessa svöðu- sárs á skænishúð jarðar, sem spýtt hefur eldi og ösku yfir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.