Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1958, Blaðsíða 48

Eimreiðin - 01.04.1958, Blaðsíða 48
120 EIMREIÐIN baunagrös, mýrarertur og bláan umfeðming. Áður en gróður eyddist af hrauninu austan árinnar var kot eitt við Hrosshyk sem hét Árbær, en er nú fyrir löngu komið í eyði. Þaðan var ferjað yfir hylinn. En einnig var áin stundum riðin nokkru neðar á svokölluðu Nautavaði. Er þá kippkórn niður að fossi þeim í ánni, sem kallaður er Búði eða Búðafoss. Er það í frásögu færandi um þennan stað, að um miðja síðustu öld var þar á ferð Gottsvin Gottsvinsson og hugðist ríða Þjórsá á Nautavaði. Lagði hann í ána þrátt fyrir aðvaranir heimilis- fólksins í Þjósárholti, sem ekki taldi hana reiða. Lét hann það ekki aftra sér, en reið úr hlaði og mælti: ,,Það tjóar ekki að tefja, stundin er komin.“ Á hann áður að hafa látið þess getið, að hann kynni að eiga næsta næturstað undir hontnn Búða. En er í ána kom, hrasaði hesturinn, og losnaði Gottsvin við það úr hnakknum. Hvarf hann þar í ána og fannst ekkb þótt hans væri víða leitað. Þótti eigi ólíklegt, að lík hans hefði lent í hylnum undir fossinum. Enda átti Gottsvin sjálf- ur að hafa skýrt svo frá, er hann vitraðist dóttur sinni í draumi, að vistin væri bærileg í Búða. Löngu seinna háði þarna annar maður baráttu við ofurafl Þjórsár. Var það þýzk- ur ferðalangur, sem var þarna á vesturleið. Hafði hann hóað á ferju frá Þjórsárholti nokkra stund án þess að því vaeri sinnt. Leiddist honum biðin, og laminn áfram af svipu óþol- inmæðinnar lagði hann til sunds, enda þótt áin væri þarna harla ófrýnileg. Komst hann við illan leik yfir ána, en slíkt má teljast fullkomin fífldirfska, þótt bjargazt hafi að þessu sinni. — Af okkur er það að segja, að stirðlega gekk að ferja hrossin yfir. Voru þau treg á að yfirgefa heimahaga sína og leggja til sunds út í helkalt jökulvatnið. Var því horfið að því ráði að teyma þau tvö og tvö aftan í ferjunni, og reka lausu hrossin á eftir. Þetta var tafsamur flutningur. Væn reynt að hafa þau fleiri en tvö í togi, tóku þau stjórnina af ferjumönnum og syntu til sama lands með bátinn í eftir- dragi. Kom þá skriður á fleytuna, þegar hrossin kenndu grunns, og tjóaði þá lítt að toga á móti. Enda þótt selflutn- ingur þessi gengi allörðuglega, komust þó öll hrossin yfir UIT1 síðir, og nutum við þar ágætrar aðstoðar Gísla bónda í Þjórs- árholti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.