Eimreiðin - 01.04.1958, Blaðsíða 12
84
EIMREIÐIN
Mér er ekki fyllilega ljóst hvers vegna þú gekkst ekki
menntaveginn, þú hafðir auðvitað nægilega greind til þess,
og þar að auki áttir þú fósturföður, sem vel hefði tímt að
sjá fyrir nauðsynjum þeim sem námssveinar þarfnast. Ætli
það hafi verið tóm fégræðgi sem markaði þér brautina? — Það
tekur mörg ár að nema til embættisprófs. Fannst þér þú
ekki mega vera að því, enda þó þig hálflangaði til þess? — Eitt
er víst, þú byrjaðir snemma að innvinna Jaér peninga og
leggja fyrir, lézt J:>ér nægja kvöldskóla og svolitla tímakennslu
til þess að efla tölvísi þína og bókhaldsfræði og afreikninga-
gerð. Gott og vel, þú ólst upp í búðarholu fóstra þíns og
hugur þinn stóð til kaupmennsku — mér þykir sennilegt þú
hafir valið hárrétt þegar þú hafnaðir vísindunum og kaust
viðskiptin.
Já, en hvað þú munt hafa verið efnilegur ungur maður,
Baldur Freyr, orðinn vel metinn kaupmaður áður en þér var
að fullu vaxin grön, sterkríkur um þrítugt, þegar móðir þín
og fóstri féllu frá, auk þess kvæntur þá laglegri konu og
hálfsystkini þín komin til manns, svo hvorki hafðir þú af
þeim neinar áhyggjur né óhagræði.
Hvað svo, Baldur Freyr? — Ég veit það ekki. Ég held þ11
hafir árum saman notið þess hvað þú varst heilsugóður og
ríkur, en vafalaust hefur það þó snemma tekið að skyggj3
á hamingju þína, að þér skyldi ekki fæðast afkvæmi. I>ú, sena
engan föður hafðir átt, gazt heldur ekki orðið faðir sjálfur.
enga ætt skapað þér í landinu, þrátt fyrir ættarnafn þitt af
frjósemisguðinum þegið, — það var ekki nema nafnið tómt-
Þið höfðuð á orði, hjónin, að taka barn, en það varð ekki
úr því, heldur fjölgaði siglingum ykkar til útlanda og fleirl
veizlur haldnar hér og þar og fjölbreytni viðskiptanna aukxn»
svo skildi konan þín við þig. Hún hafði komizt að því, frU
Freys, í umgengni sinni við menntaða menn og listamenn.
að hún væri gáfaðri en þú og þú værir ekki annað en ómennt-
aður kaupsýslumaður og í þokkabót ónýtur, þess vegna ekki
hægt að eiga samleið með þér lengur.
Þú gafst hana lausa vitaskuld, Baldur Freyr, svo gáfaðn1
varstu að minnsta kosti, en hvort satt er að hún hafi haft 71