Eimreiðin - 01.04.1958, Side 52
124
EIMREIÐIN
lauganna. Gengum á hraunið, sem er hvasseggjað hrafntinnu-
klungur, og sáum til Brennisteinsöldu og hveranna þar. Stíga
þar hvítir, hvæsandi gufustrókar við biksvartan hraunjaðar-
inn upp úr ótal augum og brennisteinspyttum. Þar fellur
Námskvísl austur um ljósgi'ýtisaura, unz hún sameinast Jökul-
gilskvíslinni, er kemur sunnan úr Torfajökli. Er Jökulgilið
nokkuð gróið innanvert í svokölluðu Hattveri, og er það
ætlun sumra, að þar hafi Torfi í Klofa dvalið með hyski
sínu, meðan sóttarplágan geisaði í byggð. Úr Laugum héld-
um við áfram austur með Barminum um Kýlinga. Sést þá
Snjóalda norðan Tungnaár og norður til Veiðivatna, en til
suðurs er Kirkjufell, bratt og klettótt hið efra. Við austur-
horn þess er farið yfir ós þann, er rennur úr Kirkjufellsvatni,
og er þá komið á afrétt Skaftártungumanna. Á sandhálsi
nokkrum er farið um Rótargil. Skín þar á skæran, gulgrænan
mosa, og á honum tindra tærir vatnsdropar, sem glitri perlur
á gullnu flosi. Hefur mörgum orðið starsýnt á þetta fínlega
litskrúð náttúrunnar þama í auðninni. Austan við þennan
háls tóku við Jökuldalir, en þaðan er leiðin öll á fótinn yfir
heiðardrög, dældir og gil, unz komið var á Herðubreiðarháls-
Á þessar slóðir var farið fyrr á öldum til þess að grafa
hvannarætur, sem þá vom mikið etnar, einkum á Suðurlandi.
í þjóðsögum okkar er fjöldi sagna um menn, sem fóra ýmist
af Landi, Rangárvöllum eða Skaftártungu um Fjallabaks-
veg til hvannatekju, fiskiveiða eða álftadráps og komust 1
kast við útilegumenn. Og heldur hefur þótt vera uggvænlegt
að vera einn á ferð undir Skuggafjöllum. En ekki er það
ósennilegt, að þar hafi byggðarmenn að austan og vestan háð
harðar glímur og báðir verið í þeirri trú, að mótherjinn væn
fjallabúi. En nú fymist yfir sögur af fjallabúum, og í Rótar-
gili vaxa engar hvannir framar.
Af Herðubreiðarhálsi er víðsýni mikið, en nokkuð var lág'
skýjað, þegar við riðum þar um, og öll hin hærri fjöll hulin-
En við héldum af hálsinum niður melrana og mosavaxna
heiðarfláka, þar til er komið var um brattan sneiðing ofan
í Eldgjá, sem er eitt af þeim náttúruundrum, er vart á sinn
líka á jörðu hér. Blöstu þar við í suðri barmar þessa svöðu-
sárs á skænishúð jarðar, sem spýtt hefur eldi og ösku yfir