Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1958, Side 36

Eimreiðin - 01.04.1958, Side 36
108 EIMREIÐIN en hitt. En vitanlega get ég hætt þessu, hvenær sem er. Ég er líka stundum að fikta við skro og snuff, og þá er miklu minni hætta á að ég venjist á tóbaksbrúkun, sem nokkru nemur. Viltu ekki bíta þér eina tölu, kunningi? Einn dag barst mér fréttin um að vinur minn væri kom- inn á sjúkrahús, og þá lét ég ekki dragast að heimsækja hann. Mér rann til rifja að sjá hann, þar sem hann sat uppi við herðadýnu í sjúkrarúminu. Þetta var sannarleg hryggðar- mynd, ekkert annað en skröltandi beinagrindin í skorpnuð- um bjómum. Hann hélt um tóbakspontuna, gulum, tálguðum fingrum og tóbakið lá í röstum á rúmfötunum og honum sjálfum. — Líður þér ekki sem bezt, vinur? varð mér að orði. — Ojæja. Það virðist vera einhver bölvuð ótyrming í mér> af hverju sem hún kann að stafa. Læknirinn segir fátt og ekki mikið mark takandi á því litla, sem hann fæst til að láta uppi- En eitthvað er þó að, hvað sem það kann að vera. Já, svona er þetta stundum. Ég hef þó sannarlega leitazt við að fara vel með heilsuna og lifa reglusömu lífi, en það er eins og það sé ekki alltaf nóg. Annars líður mér ekki sem verst hérna. Ég felli mig einna sízt við það, að mega ekki fá mér reyk, þegar mig langar til, en það er stranglega bannað hér. Þú veizt að ég var stundum að fá mér í pípu, en mig hefur aldrei langað verulega til þess fyrr en núna. Og það get ég sagt þér, að ef ég vendist á að reykja í alvöru, þá er engu öðru um að kenna en bölvaðri fanatikinni í þessum læknum hérna. — En það er þó bót í máli, að þú hefur pontuna þér til dægrastyttingar. — Já, að vísu og það er skárra en ekki. En gerðu nú eitt góðverk, kæri vinur. Reyndu að útvega mér dálítinn enda af skroi. Að vísu harðbannar hjúkrunarkonan mér að hafa slikt um hönd hér, en mér kynni nú að takast að fara í kring- um hana. Ég gæti spýtt út um gluggann. Mér væri þá illa * ætt skotið, ef ég drægi ekki héma út á lóðina, þó að ég orðinn mesti ræfill. Þegar ég var að fara, mætti ég lækninum á sjúkrahússgang'

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.