Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1958, Page 10

Eimreiðin - 01.04.1958, Page 10
Um peninga eftir Arne Garborg. Peningar hafa ekkert sjálfstœtt gildi. Enginn etur þa eða drekkur né lilceðist þeim. Maður getur haft fullar hend- ur fjár og þó verið hungraður og þyrstur og kalinn til ólífis — ef mat, drykk og klœði skortir. Því fer fjarri, að peningar séu œðstir gæða, og þeir eru ekki heldur nœstæðstir. En þeir eru mikil blessun þeim, sem með þá kunna að fara. Sagt er, að allt fáist fyrir peninga. Nei, það er öðru nær. Hægt er að kaupa mat en ekki matarlyst, lyf en ekki heilsu, hægan beð en ekki svefn, lærdóm en ekki mann- vit, skart en ekki fegurð, iburð en ekki þokka, skemmtun en ekki gleði, félaga en ekki vini, fylgd en ekki tryggð> gervi en ekki göfgi, hóglifi en ekki sálarró. Skurn allra liluta fæst við fé, en kjarninn aldrei; hann má ekki verði kaupa. H. S. og K. E. þýddu.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.