Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1964, Page 62

Eimreiðin - 01.05.1964, Page 62
150 EIMREIÐIN víðkunnir lærdómsmenn í íslenzk- um fræðum á þeirri tíð, þeir Finn- ur Magnússon prófessor og Rasmus Kr, Rask, málfræðingurinn og ís- landsvinurinn mikli, skrifuðu all- ítarlega og mjög athyglisverða rit- dóma um þýðinguna. Birtist rit- dómur Rasks í Literatur bladet (No. 20, 1829). Taldi hann þýðing- una sem slíka eigi meðal hinna beztu, enda hefði séra Jón aldrei séð enska frumtextann, en farið eftir danskri þýðingu, þar sem felldir eru úr heilir kaflar, og þýð- ingunni ábótavant að öðru leyti. Rask getur þess einnig, að séra Jón hafi að vísu fengið i hendur þýzka þýðingu, sem var þeirri dönsku stórum fremri, en að hann hafi hins vegar vart haft nógu mikið vald á þýzku til þess að notfæra sér þá þýðingu, og því aðallega fylgt dönsku þýðingunni. Þessi ályktun Rasks fær þó vart staðist, þar sem samanburður ís- lenzku þýðingarinnar við þá þýzku (4—12 bók kvæðabálksins) leiðir í ljós, að hún fylgir mjög nákvæm- lega hinni síðarnefndu, og ber það því vitni, að séra Jón hlýtur að liafa skilið þýzka tungu mæta vel. Rask ræðir einnig um bragarhátt þýðingarinnar, og telur hann ekki sem heppilegastan, þar eð liann sé svo frábrugðinn Ijóðformi frum- textans. Fleiri athugasemdir gerir Rask einnig við þýðinguna, þó að eigi verði þær raktar hér, en yfir- leitt er gagnrýni hans skynsamleg og í hóf stillt, og á rökum reist, eins og við mátti búast frá jafn ágætum fræðimanni og hann var; en hann hafði, eins og séra Sigurð- ur lýsir rétt og vel í ævisögunni, heimsótt séra Jón, orðið hrifinn af honum og skáldskap hans, og safn- að kvæðum hans, og með þeim hætti vafalaust bjargað ýmsum þeirra frá glötun. Um þýðingu hans á Paradísar- rnissi segir Rask ennfremur, og lýs' ir þar sér aðdáun hans á Jjví verki og íslenzkri tungu: „Sem sjálfstætt listaverk er umrædd þýðing hins vegar ágæt, enda hafði skáldið full" komlega á valdi sínu fegurstu tungu Norðurálfunnar, og hefur náð, að minnsta kosti meginhugs- unum Miltons af sannri skáldsnilld og fært J^ær í ljósan og Jiróttmik' inn málbúning." Skal þá horfið að ritdómi Finns Magnússonar um þýðinguna, en hann kom út í ritinu The Foreign Quarterly Review (London, 1832, bls. 73—74). Segir hann meðal ann- ars, að þótt þýðingin hafi mikið til síns ágætis, J)á hafi Henderson farið út í öfgar í lofi sínu um hana, og leiðir rök að Jaeirri skoðun sinni- En Jjó Finnur hafi ýmislegt út a Jiýðinguna að setja, skoði hana i raun réttri sem „lauslega þýðingu (paraphrase), telur hann hana mjög ágæta sem slíka, og bætir við- „Hún er fagurt íslenzkt kvæði, með enskunni að undirstöðu.“ í J^essu sambandi verð ég að benda á það, að dálítils misskiln- ings kennir í Jaeirri staðhæfingu- er höf. segir í ævisögunni (bls. 169)- að ég hafi á Jiað bent, „að af fáuin verkum séu til fleiri Jjýðingar góð- ar á ýmsum málum en einmúj Paradisarmissi, svo að ummæh Hendersons má varla taka allt of

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.