Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1975, Side 9

Eimreiðin - 01.01.1975, Side 9
EIMREIÐIN enda má segja, að þar sé alls um fimm orsakahlekki að ræða. Fyrst er að telja greiðslur til framleiðsluþáttanna, vinnu, land- gæða og fjármagns, fyrir þjónustu þeirra, svonefndar frum- tekjur. Ef beinir skattar, svo sem tekjuskattur, eru dregnir frá frumtekjum, en við bætt tekjutilfærslum ríkisins til einstak- linga, fást ráðstöfunartekjur. Þarnæst má tala um kaupmátt ráðstöfunartekna, en hann ræðst af óbeinum sköttum, svo sem söluskatti, tilfærslum í fríðu (samneyslu) og verðlagsmálum, t. d. niðurgreiðslu á verði búvöru. Loks kemur til neysla, en hún þarf ekki að svara nákvæmlega til kaupmáttar ráðstöfunar- tekna vegna þess, að neytendur taka neyslulán, ganga á spari- fé sitt og aðrar eigur, þiggja gjafir frá einstaklingum og félög- um (og stela). Af neyslu leiðir velferð, en velferð má einnig skapa með því að auka persónufrelsi, bæta vinnuskilyrði eða breyta öðrum þáttum velferðarjöfnunnar. Hagfræðingar hafa sem fyrr segir langmest fengist við athuganir á skiptingu frum- tekna, sennilega vegna þess að um þær eru til bestar hagtölur, en rannsóknir á ráðstöfunartekjum liafa einnig verið gerðar, og neyslurannsóknir standa á gömlum merg2. Dreifing frumtekna ákvarðast af þrennu: skiptingu fram- leiðsluþátta (þ. m. t. mannauður) milli landsmanna, greiðslum til þáttanna og nýtingu þeirra. Nær allir stjórnmálaflokkar á Vesturlöndum telja óviðunandi að búa við þá skiptingu tekna, sem ákvarðast á markaði, og hafa fylgt jafnaðarstefnu í ein- bverri mynd. Ýmis rök eru fyrir þessum viðhorfum, svo sem að eftirspurn og framboð, sem ráða greiðslum til framleiðslu- þáttanna, séu háð duttlungum manna og höfuðskepna, en skipt- ing þáttanna milli landsmanna eigi oft rætur að rekja til fyrra þjóðfélagsskipulags, sem flestir telja nú að hafi verið óréttlátt. Hinu má ekki gleyma, að í markaðsþjóðfélagi ræðst nýting vinnuafls, landgæða og fjármuna af greiðslum til þeirra, og víðtæk afskipti af þeim geta truflað atvinnulífið og minnkað þjóðarframleiðslu. II. LEIÐIR TIL TEKJUÖFLUNAR. Af framansögðu er ljóst, að stjórnvöldum standa margar leið- ir opnar til að jafna tekjur einstaklinga og heimila. Verður nú drepið á nokkrar þær helstu og fjallað um hvert tekjuhugtak sérstaklega3. , Frumtekjur. Yfirvöld geta með lögum eða reglugerð ákveð- ið laun hinna ýmsu starfshópa og haft launamyndun á vinnu- markaði að engu. Hagfræðingar eru yfirleitt mótfallnir þessari aðferð, vegna þess að þeir telja, að hún nái ekki þeim árangri,

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.