Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1975, Page 59

Eimreiðin - 01.01.1975, Page 59
P. OHEYEVITSJ EIMREIÐIN Dæmisaga af angurgapa Japanskur skrifstofustjóri í ritfangaverzlun í Tókýó var orð- lr>n svo langþreyttur á baneitruðu andrúmslofti, vistkreppunni °§ ýldufýlunni frá liinni risavöxnu rotþró borgarinnar, að liann sendi framkvæmdastjóra fyrirtækisins fýlulegt bréf og sagði upp stöðu sinni. Síðan kvaddi hann konu og börn með virktum, tók sér betlistaf í hönd og gekk leiðar sinnar. Þarf ekki að orð- lengja, að hann þvældist i 12 löng ár um þjóðvegi Japans. Hlskeyttir bændur siguðu hundum á hann, flutningabílstjór- ar hentu hálfétnum pylsum og kóktöppum framan í hann, og hlýeitrunin, sem liðaðist eftir veginum, var sízt betri en eitur- loftið i Tókýó. Einn daginn, þegar heitt var í veðri, óku hlæj- andi unglingar fram á hann og notuðu þá tækifærið til að henda í hann tómum bjórdósum og kórónuðu svo ósvífnina Jneð þvi að keyra glettnislega á liann. harna lá nú vesalingurinn afvelta úti í skurði, lærbrotinn og Jullur örvæntingar, þegar tveir Zenmunkar birtust skyndilega, shutluðu lionum á berðar sínar og báru hann upp i klaustrið. ar fékk hann góðan viðurgerning, ávexti, dagblöð og aðgang a® htasjónvarpi. Tók hann nú óðum að hressast, brotið greri hann afréð að ganga í regluna. Eftir tólf ára dvöl í klaustr- !nu hafði hann lifað satori (uppljómun) 2—3 sinnum og þótt- lst fær i allt. ' 59

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.