Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1975, Page 64

Eimreiðin - 01.01.1975, Page 64
ÉIMREIÐlN Hún minnir á Ópið eftir Edvard Munch. Tólf ára sonur okkar fór i bíó til að sjá James Bond í þjónustu hennar liátignar. Dóttir okkar 6 ára kom heim úr skólanum klukkan þrjú. Hún lærir að lesa Gagn og gaman með myndum Tryggva Magnússonar, sami texti, sömu myndir og forðum: Tóta situr á tunnu. Tóta tunna, Tóta tunna! Tóta tunna, sagði Tumi. Ég er ekki tunna, segir Tóta, en ég sit á tunnu, og þú ert hjá mér, Tumi minn. Við sækjum liina dótturina, sem er þriggja ára, í leikskólann klukkan fimm. Stolt heldur hún á teikningu, sem líkist fóstri, sem ekki fær að lifa á þessum siðuðu tímum. Þegar sjónvarpsfréttirnar frá Víetnam og Kambódiu hefjast klukkan átta verður sú yngri sofnuð með brúðuna, sem hún fékk á Ítalíu í sumar, við lilið sér. Sú eldri bíður eftir Ugla sat á kvisti. Hún steypir sér kollhnis á gólfinu meðan striðið geisar á skerminum. Við snúum okkur undan! Það er kominn tími til að fá sér kaffibolla og dást að mynd garðsins þegar rökkvar, siðustu sólargeislunum, sem falla á borðið, bækurnar og málverkin eins og á safni.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.