Iðunn - 01.03.1885, Qupperneq 20
146
Jónas Jónasson:
J>að var hvast mjög á austan og þurt veðr. Hafði
þóra þvegið þvott mikinn um daginn, og hengt
á stag, sem náði úr skemmubustinni og í staur einn,
er rekinn var ofan í kálgarðsvegginn frammi á hlað-
inu. Bærinn sneri gegnt suðri, sem víðast á Suðr-
landi. þvottrinn veifaðist mjög á staginu; þögar
Guðrún reið heim tröðina, tók Bleikr sprett, því að
hann hafði vanizt því, að honum væri riðið hart í
hlað. Enn rétt í sömu svifunum og Guðrún kom í
hlaðið, rak á snöggvan byl og sleit stagið, og fuku
þvottarnir eins og skæðadrífa niðr um hlaðið fram-
an við Bleik. Bleikr þurfti ekki meira. Hann reis
upp á aftrfótunum, frísaðiog tók undir sig stökk og
hendir sér yfir um garðinn, fram í kálgarðinn, og
svo út yfir hann, og niðr á tún, tók síðan þaðan
langan sprett, og staðnæmdist ekki fyrri enn lengst
fram í mýri; þar fór hann að bíta.
Bleikr hafði tekið viðbragðið svo snögt, að Guð-
rún varaði sig ekkert; lnín skall aptr af honum og
niðr í stéttina; henui fanst hún meiða sig nokkuð,
enn vissi varla hvar; hún reyndi að standa upp,
enn hún gat það ekki.
Faðir hennar kom fram í þessu; honum varð fyrst
að orði:
»því liggurðu þarna, Gunua ?»
Guðrún sagði hið sanna.
Hann tók hana í l'ang sér og bar hana inn.
»Hún gat enga björg sér veitt; hún var færð úr
fötunum og skoðuð.
Hún var fótbrotin !!
þar var skottulæknir í uágrenninu, sem einhvorn