Iðunn - 01.03.1885, Síða 31

Iðunn - 01.03.1885, Síða 31
Gletni lífsins. 157 Honni sýndist Björn litli með tímanum fá ein- hvern svip af Birni heitnum frá Urriðalæk ; það sá enginn annar enn hún; — henni þótti vænst um hann af öllum börnunum sínum. þau lijónbjuggu vel, enn svo kom fjárkláðinn. í niðurskurðinum var alt þeirra fé skorið niðr með valdi; jporsteinn var svo óhlýðinn. Hann rétti aldrei við eftir það. Nú eiga þau bæði heima í Reykjavík, eða rétt þar í grend, og lifa þar elli sína við mikla fátækt. þorsteinn gamli er nú orðinn örvasa karl, til lítils eða einskis fær. Börn þeirra, að minsta kosti sum, eru þar hjá þeim, og standa að nokkru leyti straum af þeim. Og Guðrún ? Hún er nú orðin gömul og gráhærð, og það fyrir tímann ; hún er beygð af æfinni og árunum um skör fram. Hún er orðin hrukkótt og kerlingarleg, enn þegar hún segir sögu þessa, er eins og eitthvert æskufjör lifni í augum hennar. þar slær þá upp glampa af þeim eldi, sem einu sinni var, og sem átti að lifa og þróast. Enn þegar á söguna líðr, þá streyma fögr tárin ofan eftir kinnum hennar hrukk- óttum ; það eru fornir harmar, sem vakna og ýfast þegar hún talar um þá, þó að þeir sé venjulegast í dái. Og í sögulokin er Iiún vön að brosa í tárunum °g segja: »Eg get nú rólega liugsað og talað um þetta núna; það var sú tíð, að það gekk ekki vel«.

x

Iðunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.