Iðunn - 01.03.1885, Síða 32

Iðunn - 01.03.1885, Síða 32
Viltr í skógi. Eftir Sr-zanZ) egar eg var á unga aldri, dró hugrinn mig alla jafna vestr yfir haf, til akóganna, þar sem blöð og blóm aldrei deyja. |>ar fann eg hinn sígræna frumskóg, stóran og hrikalegan, gnæfandi í óflekkaðri dýrð sinni og forneskjukrafti, með öllu sínu yndi, öllum sínum býsnum og dularfullu röddum, undarlegum hryllingi, huldum hættum, ógnum og voða, töfrandi aðdráttarafli, og ginnandi alveldissvip. Hann felr í sér ótæmandi gullnámu fyrir vísindamanninn og ó- kunnau undraheim fyrir manninn. Stór er hann, víðr og djúpr, svo að hann gæti sökkt í djúp sitt stórum konungaríkjum gömlu Evrópu með öllum þeirra þrældómsanda, ágirnd og valdafýkn. Einn og einn brjótast forfarar þjóðmenningarinnar, fyrstu nýlendumenn, fram í gegnum hina óruddu auðn; ósegjanlegir örðugleikar, þrautir og skortr fylgja förum þeirra, með öllu sínu afli berjast þeir við hina rótgrónu forneskjujötna frumskóganna, og vinna með afar-fyrirhöfn af náttúrunni fátæklegt lífsviðhald sitt. Enn með tímanum fást ríkuleg lauu strit- vinnunnar, bæði að efnum, og fyrir hug og hjarta. |>ar sem ekkert raskar ró né friði; þar sem náttúr- an talar ein við sjálfa sig, verðr hugrinn hreinn og næmr, og lærir að finna til hinna duldu áhrifa liins

x

Iðunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.