Iðunn - 01.03.1885, Side 42
168
Frans Engel:
þrengdist gljúfrið altaf meira og meira, og loks varð
það ekki annað enn hvítfyssandi skessukatlar, sem
enginn óvitlaus maðr hefði hugsað til að sleppa með
lífi í gegn um. Eg kúrði íí litlum klettastalli —
það var senn komið svartamyrkr. — Yfir mér gnæfðu
þverhnýptirliamrarnir—fyrir fótum mér svallog ólgaði
áin. það var nótt yfir alt — og nótt varð líka í
huga mínum. Eg sá enga lífsvon, enn maðr déyr
ekki svo rólegr á bezta aldri, þegar- svona stendr á.
Mér vöknaði um aúgu, og eg tók báðum höndum
fyrir andlit mér. |>á kom það fram við mig, sem
vant er að vera, þegar líkt stendr á. Alt mitt líf
stóð á einu augabragði mér fyrir hugskotssjónum,
öll þess unun og fegrð — og aldrei hefir nokkurntíma
nokkurn mann langað eins til að lifa og mig lang-
aði þá. Eg sá á svipstundu alla smámuni, sem eg
hafði lifað; eg fann hverja sorg og hverja gleði;
sál mín svalg þetta alt í einum logasárum teig,
um leið og eg sá þetta eins og bezta málverk—
mér fanst eins og það væri verið að skera hjartað í
mér í sundr.
Enn sómatilfinningin varð mér að hjálpræði, svo
eg mannaði mig upp og sleit mig út úr þessum hugs-
uuum. Eg fór að skygnast í stjörnuljósinu að klett-
unum, og sá kleif eina litla eftir læk, sem einhvern-
tíma hafði runnið þar ofan. Eg fór að klifra upp
kleifina, og komst upp eftir nokkrar atrennur, enn
þá tók við annar hamarinn engu lægri; héngu fram
af honum langar torfur af loftrótum og vafnings-
jurtum í lausu lofti, enn skógarblómin gægðust fram
á brúnina; brotin tré hengdu toppana fram af, enn
rætrnar, hálf upprifnar stóðu upp í loftið, enn