Iðunn - 01.03.1885, Síða 54
180
Friedrich v. Hellwald :
um, og síðast tíu skref frá hásætinu ; þar námu
þeir staðar. Konungr stóð framan við hásætið, sem
stóð á tveggja eða þriggja stalla háum palli ; var
hann unglegr maðr, fríðr sýnum og vel við sig. Tals-
ráðherrann las fyrst upp meðmælingarbréf vor; síð-
an talaði konungr eitthvað til sjóforingjans, spurði
hann sfðati hvernig honum liði, og endaði svo við-
talið á þvi, að konungr hvarf þar út um dyr til hlið-
ar. Samtalið þýddu talsráðherrann og konsúls-
túlkurinn á víxl; túlkurinn útlagði orð konungs.
Klæði konungs voru einföld í samanburði við hirð-
mannabúninginn. Hann bar dökkgráan hermanna-
frakka, og var girtur sverði. Hann bar hið saffran-
gula band arnarorðunnar þýzku, og fór það vel á
svörtu. jpegar konungr fór, gall við hinn sami arg-
andi hersöngr og áðr. Hans hátign hét fullu nafni
Somdetch Plira Paramindr Malia Ghulalongkorn;
hann er fæddr 21. sept. 1853, og tók við völdum 1.
okt. 1868.
Síðan vorum vér leiddir fyrir marga konunglega
prinsa, sem stóðu vinstra megin hásætisins. þeir
voru klæddir venjulegum hirðmannabúningi, úr gull-
ofnum glitvef, enn til aðgreiningar báru þeir orðu
hinnar bróðurlegu krúnu í rósrauðu bandi um hálsinn.
Hægra megin hásætisins stóð hermannafylgd kon-
ungs. jpað voru menn á öllum aldri, enn prinsarnir
og aðrir frændr konungs liinu megin voru allir ung-
ir. Hermenn allir við hirðina eru í hirðbvmingi, og
girtir sverði, Auk þessa var í salnum mikill sægr
hirðmanna, og annara, er umgengust hirðina.
Salr þessi er bjartr, alþakinn gulum marmara, og
gólfið lagt mislitum ábreiðum; var það álitlegr að-