Iðunn - 01.03.1885, Side 59
Spakmæli.
185
Vísindin, sem annars uppræfca ofdramb og aðrar
ódygðir, þau ala ofdramb hjá heimskingjanum, alveg
eins og dagsbirfcan gerir uglurnar blindar, þó hún
annars styrki sjónarmagnið.
Menn, sem gæddir eru háfleygum anda, gefa sig
aldrei við neinu lítilfjörlegu, því óskir þeirra, jafnvél
þó þeir ynnu undir sig alt jarðríki, eru samt enda-
lausar.
Ekki skal maður lítilsvirða óvin sinn þó magnlít-
ill sé ; lítill neisti getur brent upp stóran skóg.
Engin sótt er þvílík sem ástin, engin óvinur jafn-
ast við heimskuna, enginu eldur við heiptina; engin
gleði er æðri’til en vizkan.
Vit hjá þeim manni, sem vantar sjálfstraust, er
eins og vopn í hendi bleyðimannsins; það veitir
honum enga ánægju fremur en fögur kona fjörgöml-
um manni.
Kenslu staut yfir nautheimskum lærisveini, for-
sorgun vondrar konu og umgengni við vesalmermi,—
alt þetta getur enda gert inn vitrasta mann sturl-
aðan.
I dauðans angist segir dúfan við maka sinn : »Elsku
vinur, nú er dauðastundin komin; veiðimaðurinn
stendur þarna niðri með boga og oddhvassa ör, og
þarna kringsólar fálkinn uppi í loptimu. þetta var
líka hverju orði sannára; en í sama vetfangi beit
höggormur veiðimanninn og veiðimaðurinn hitti fáik-
ann með skeyti sínu ; undarlég er rás forlaganna !
Meðaumkvun, vorkunsemi, sannsögli, vægðarsenii
við alt, sem lifir, sjálfsyfirvinning, réttlæti, blíðlyndi,