Iðunn - 01.12.1887, Side 11

Iðunn - 01.12.1887, Side 11
Alex. L. Kielland: Tveir vinir. 425 þremenningar í móðurætt, og heimili þeirra vóru í sama stræti, og örskamt á milli — en í borg eins. og París hefir það meiri áhrif á umgengni manna heldr en skyldleiki — og því gengu þeir báðir í sama skóla. Upp frá þessu máttu þeir aldrei hvor af öðrum sjá á uppvaxtar-árunum. Að upplagi til vóru þeir í ýmsu hvor öðrum mjög ólíkir, en hvor lagaði sig eftir öðrum, svo að á endanum féllu eiginleikar heggja svo vel samau, eins og þrístrendu og fer- strendu spýturnar, sem við lékum okkur að, þegar við vorum börn, og höfðum til að setja saman úr fallegar myndir. Og satt að segja var vinfengi þeirra svo gott, að fá eru dæmi meðal ungra manna ; því að þeir skoð- uðu ekki vioáttuna eins og skuldbindingu fyrir aun- an þeirra til að þola hinum alt; miklu fremr virt- ust þeir keppast við að sýna hvor öðrum sem mesta nærgætni. En þó að Alphonse sýndi þannig Charles tals- verða nærgætni í umgengni, þá var það samt alveg óafvitandi sjálfum honum, alveg ósjálfrátt, og hefði einhver sagt lionum það, hefði hann sjálfsagt skellihlegið að slíku hrósi og álitið það tóman mis- skilning. Honum fanst lífið yfir höfuð ofur-auðvelt og blátt áfram, og sízt af öllu hefði honum getað komið til hugar, að hann þyrfti í nokkru að sveigja lund sína eða náttúrufar gagnvart Charles vini sínum. Að Charles væri bezti vinr sinn, það fanst hon- um eins sjálfsagt og eðlilegt eins og það, að hann, sjálfr dansaði allra manna bezt, væri bezti reið-

x

Iðunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.