Iðunn - 01.12.1887, Page 14

Iðunn - 01.12.1887, Page 14
428 Alex. L. Ivielland: mikli bankari, sem hafði sýnt honum þessa viðr- kenningu. Tilfinningu þeirri sem þetta vakti hjá honum, var hann svo óvanr, að honum fanst nærri því eins og hann gera á hluta vinar síns með henni. Hann sagði Alphonse ekki frá þessu atviki ; en •hius vegar sló hann upp á því við hann, að þeir skyldu báðir sækja um tvær stöður, sem þá vóru lausar, í »Credit lyonnaisn1. Alphonse var þegar fús á þetta ; þvf að hann var gefinn fyrir allar breytiugar, enda þótti hon- um miklu fýsilegra að eiga að starfa í inu skraut- lega nýja bankahúsi við Boulevardann, heldr en í inum skuggsýnu skrifstofum í Bue Bergóre. Svo fluttu þeir sig til Credit lyonnais fyrsta maí. En þegar þeir kornu inn í skrifstofu húsbónd- ans, til að kveðja hann, þá sagði inn gamli bank- ari við Charles í hljóði, þegar Alphonse var farinn út — Alphonse gékk ávalt á undan, bæði irt og inn um dyr —: »það tjáir ekki fyrir mann í verzlunar- stétt að vera viðkvæmr». Upp frá þessum degi var Charles allrannar maðr. Hann var iðinn og samvizkusamr verkmaðr eins og áðr, en auk þess gerðist hann nú svo einbeittr og sýndi af sér svo ótrúlegan afkasta-þrótt, að það vakti brátt athygli yfirboðara hans. jpað gat nú ekki lengi dulizt, að hann bar langt af Alphonse vini sínum að vinnuþreki og atorku. En í hvert sinn sem honum var sýnt eitthvert nýtt merki um 1) Svo nefnist bankastofiiun ein í París.

x

Iðunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.