Iðunn - 01.12.1887, Síða 21

Iðunn - 01.12.1887, Síða 21
Tveir vinir. 435 hattinn sinn svo að hann gljáði, og gékk hann um gólf fram og aftr. og gægðist í brjefið hjá Charles í hvert sinn sem hann gékk fram hjá púltinu. jpað var vandi þeirra, þegar þeir höfðu lokað skrifstofunni, að eyða klukkustund þeirri sem þá var eftir á undair miðdegisverðar-tíma, á veitiuga- húsi einu við stóra Boulevardann, og nú var Al- phonse farið að leiðast eftir að líta þar í blöðin eftir daglegum vanda. nBrtu aldrei búinn með þetta bróf ?» sagði hanu loks hálf-leiðr. Charles þagði við svo sem eitt eða tvö augna- blik ; en svo stökk hann upp svo hart, að stóllinn datt um koll, og spurði Alphonse, hvort hann þætt- ist kannske fær um að gera það betr ?—hvort hann vissi ekki, hvor þeirrr væri nýtari maðr við verzl- unina ? — og nú rann árstraumrinn af vörum hans með þessum ótrúlega hraða, sem frönsk tunga getr fengið, þegar talað er í ákafri geðshræringu. En það var sora-straumr; í honum flutu mörg ljót orð, ásakanir og álas, og svo var eins og undir niðri lægi eins og niðrbældr ekki. Charles æddi aftr og fram um gólfið með ltrepta hnefa og úfið hár, og var ekki óáþekkr litlum, úfn- um, ljótum fjárhundi, sem geltir að stórum, gljá- stroknum stofu-hundi. Loksins þreif hann liatt sinn og rauk út. Alphonse hafði horft á hann stórum augum al- veg forviða. þegar liann var farinn og kyrt orðið í herberginu, fanst honum eins og loftið titra enn þá eftir reiðiyrðin. Hvert ónota-orðið eftir annað 28*

x

Iðunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.