Iðunn - 01.12.1887, Síða 29

Iðunn - 01.12.1887, Síða 29
Tveir vinir. 443 tók ekkert eftir því. Honum fanst lífið svo þýð- ingarlaust; það var eins og hann hefði mist aleigu sína — eða hafði hann sjálfr kastað henni frá sér? I þessu bili rak hann sig á einhvern, og það svo fast, að hann leit upp. það var maðr, sem hafði verið kunningi þeirra Alphonse’s,þegar þeir vóru báðir í Credit lyonnais. »A — góðan daginn, monsieur Charles!» sagði maðrinn ; »langt síðan við höfum sé/t. Annars merkilegt, að ég skyldi mæta yðr í dag ; var einmitt að hugsa til yðar í morgun». »Hvað bar til, að yðr skyldi detta ég í hug ?» spurði Charles svona hugsunarlaust, rétt til að segja eitthva. »Jú sko ! — Ralcst einmitt í dag A víxil uppi í bankanum upp á 30 eða 40,000 kr., og sá bæði yð- ar nafn og monsieur Alphonse’s á honum. Yarð hálf-forviða, liugsaði að þið, hm !—væruð skildir að skiftu, sem menn segja». »()nei—við erum ekki almennilegaskildir enn»,sagði Charles seinlega. Hann reyndi að láta sér í engu bregða, og spurði svo rólega sem hann framast gat: «það er satt, hvenær fellr hann til útborgunar, víxilskömmiu ? — líg man ekki fyrir víst-------» »A morgun eða hinn daginn, má ég fullyrða», svaraði hinn, sem var kappsamr starfsmaðr, og var þegar að því kominn að fára að kveðja Charles og halda leiðar sinnar ; — »hann var samþyktr til út- borgunar af monsieur Alphonsé». »JÚ, það man ég ; en gætuð þór ekki lagt svo undir, að ég feugi að leysa víxilinn inn á morgun.

x

Iðunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.