Iðunn - 01.12.1887, Síða 38
452
Alex. L. Iviellaml:
bænarsviþr, sem Charles þekti svo vel frá því þeir
höfðu verið í skóla saman og Alphonse var vanr
að koma hlaupandi í seinustu svifum til að fá stíl-
inn sinn gerðan fyrir sig í snatri.
»Ertu búinn með Journal amusant ?» sagði Char-
les, og varð hálf-loðmæltr.
»Já, gerðu svo vel !» svaraði Alphonse skjótlega
og rctti honum blaðið, og greip um loið um þumal-
fingr Charles’s. Hann þrýsti hann í hendi sér og
hvíslaði í hljóði : »þakka þér fyrir !» — svo tæmdi
hann glasið.
Charles gékk að ókunna manninum, sem sat við
dyrnar, og sagði: »Fáið þér inér víxilinn ;»
»jpér þurfið þá ekki á okkar hjálp að halda?»
spurði maðrinn.
»Nei, þakka yðr fyrir !»
»því betra !» sagði ókunni maðrinn, og fékk Char-
les samanbrotið blátt pappírsblað. Svo borgaði hann
kaffið, sem hann hafði fengið, og fór út.
— Madame Virginie stökk upp úr stólnum og æpti
upp yfir sig: »Alphonse ! — ó, guð minn góðr!
Monsieur Alphonse er að verða ilt!»
Alphonse hneig niðr af stólnum, axlirnar yptust
upp og höfuðið hné út á hliðina. Hann féll svo, að
hann sat réttum beinum á gólfinu upp við stólinn.
þeir þutu upp til handa og fóta, sem næstir
vóru. Læknirinn stökk undir eins til og lagðist á
kné. þegar hann leit framan í Alphonse, hnykti
honum nokkuð við. Hann tók í hönd hans, eins
og hann væri að þreifa á æðinni, og laut um leið
fram yfir glasið, sem stóð á borðröndinni.
Svo rak hann handlegginn í það, ógn liprlega,