Iðunn - 01.12.1887, Page 50

Iðunn - 01.12.1887, Page 50
404 André Tlieuriet: hjerna — það voru fimmtán ár síðan núna um Jóns- messuna —, var þetta þorp í mestu órækt og niður- lægingu, bæði í andlegum og líkamlegum efnum ; hjer var þá sannarlegt eymdarástana. þorpsbúar Voru þá eins og ílla siðaður óþjóðalýður, og það sem verra var, þeir máttu heita algjörlega heiðnir. Bæði karlar og konur voru alla daga frá morgni til kvölds úti á skógunum, alveg eins á sunnudög- unum eins og hina dagana. Undir eins og krakk- arnir voru orðnir þetta 10—12 vetra, þá struku þau úr skólauum og þeyttu frá sjer kverinu, en höfð- ust við, eins og foreldrarnir, á skógum úti. þessi þorpslýður var því miklu sviplíkari villimannaflokki en kristnum söfnuði. — þjer hafið sjeð kirkjuna ■okkar hjerna ; hún er hvorki stór nje skrautlegnú, en þá var hún eins og gömul heyhlaða, og hjer og þar upp úr gólfinu spruttu fíflar milli steinflísanna. J>að hefði svo sem ekkert verið því-til fyrirstöðu af hálfu safuaðarins, að gólfið yrði allt mosavaxið. — Jeg söng tíðir hvern helgan dag yfir tíu afgömlum kerlingum, sem hættar voru að ganga að vintiu, •og jafnmörgum ungbörnum, sem ekki voru komin á fótinn. ]pað var til lítils gagns, þó að jeg væri að vanda mig á ræðunum, sem bezt jeg gat; þær sneru eigi hjörtum þessa safnaðar til iðrunar, frem- ur en bergmálið hreifði steinstólpa kirkjunnar. Jeg var bæði hryggur og reiður. Svo var það eitt kvöld vorið eptir, að jeg sat inni yfir bókum mín- um, og var mjög þungt hugsandi út af þessari mót- spyrnu og kæruleysi hjá söfnuðinum. Jeg sá eng- in sköpuð ráð til að bæta iir þessu, og mjer fannst

x

Iðunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.