Iðunn - 01.12.1887, Side 60

Iðunn - 01.12.1887, Side 60
474 Kölski og málaflútningsmaðurinn. legt», sagði málaflutriingsmaðurinn. »En segðu mjer eitt herra—- —hm.—Hvers vegna þáðirðu ekki áðan kúna, sem maðurinn bauð þjer?» »Nei«, svaraði kölski, mnaður yerður að vera svona dálítið góðsamur innan um og saman við. Fá- tæklingsrolan var nýbúinn að kaupa kúna og hafði ekkert annað til að bjarga sjer og kerlingunni og krökkunum yfir veturinnn. »Já», sagði málafærslumaðurinn, — »það mætti nú æra óstöðugan, ef maður ætti að trúa öllu því bannsettu raunasöngli. — Nei, maður verður svei mjer að hirða sitt, hvar sem maður finnur það, og halda vel utan að því, þegar maður er búinu að ná í það«. nOjæja, það er nú meir en satt», sagði kölski; »en í dag á jeg ekki að taka með mjer annað en það sem mjer verður í þriðja sinn skipað að eækja. Svo hefir verið fyrir mig lagt». Ejett á eptir gengu þeir fram hjá kothreysi. Á þrepskildinum sat krakki og lirein af öllum mætti. Kerling, móðir barnsins, korn hlaupandi frá brunn- inum, og hrópaði til þess : »Og þegiðu, bannsettur óþægðaranginn þinn — það vildi jeg skrattinn vildi hirða þig». »Nú, nú», sagði málafærslumaðurinn; nþarnavarstu beðinn fyrir annað til». »Og sei, sei», sagði kölski, »það var engin mein- ing í því, henni þykir vænt um krakkann, þó hún ldti svona. þetta var í annað skiptið ; hver skyldi nú verða boðinn mjer í þriðja skiptið ?« Að lokunum komu þeir í hverfið, og urðu sam- ferða að bæjardyrunum hjá Pjetri í Utkoti.

x

Iðunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.