Ægir

Volume

Ægir - 01.03.1918, Page 5

Ægir - 01.03.1918, Page 5
ÆGIR. MÁNAÐARRIT FISKIFJELAGS ÍSLANDS »1- árg. | Reykjavik. Marz — apríl, 1918. Nr. 3.-4. Ferðaskýrsla erindrekans innanslands. Eftir tilmælum deildanna austanfjalls lagði eg á stað til Eyrarbakka fimtudag- inn 14. febrúar; sóttist ferðin fremur seint sökum illviðra og slæmrar færðar. Eftir að eg hafði kynt mér ýmsar á- stæður útvegsmanna og þeirra er sjó stunda, var kellaður saman mjög fjöl- mennur fundur í fiskifélagsdeildinni Fram- tíðin á Eyrarbakka; form. Guðm. ísleifs- son Háeyri. Skýrði eg i byrjun fundarins horfur útvegsins i heild sinni, eftir þeim beztu upplýsingum sem eg hafði getað aflað mér áður eg fór heiman að, bæði bvað samningatilraunum viðvíkur, fiskverði og vörubyrgðum útvegnum áhrærandi. Við umræður á íundinum kom það fram, að vélbátaútvegurinn var mjög illa birgður af ftestu því er hann þurfti til út- gerðar, þannig var áætlað, að ekki myndi það salt sem til væri á Eyrarbakk, end- ast lengur en viku til hálfsmánaðartíma ef dágóður afli fengist, og olíubirðir hjá almenningi að eins til nokkra róðra. Þó mátti telja víst að frá Eyrarbakka gengju i vetur minst 4 vélabátar og minst 4 áraskip, með að meðaltali 15 hlutum hvert. A Stokkseyri voru horfurnar mun betri Þannig var salt nægilegt fram eftir ver- tiðinni þó afli yrði góður, en svipaðar horfur voru með olíu; að visu höfðu ýmsir reynt að ná sér i nokkur föt land- veg sunnan úr Reykjavík, en neyðai- brauð má heita að borga 20 krónur og þar yfir fyrir flutning á einni olíutunnu, og þess utan vita af þvi, að pína þarf hesta undir slíkri drögu i fleiri daga og misjafnri færð. Hvað Þorlákshöfn, Selvog og Herdís- vík viðvikur, er nokkru öðru máli að gegna, þar sem á þessum veiðistöðum er eingöngu að ræða um árabáta. Frá Þor- lákshöfn var gert ráð fyrir að gengju i vetur 27 skip, úr Selvogi 5 skip og úr Herdísarvík 5 skip. Þannig úr þessum þrem veiðislöðum 37 skip alls, en þótt skipatalan sé ekki meiri, er þess að gæta, að skipin eru mannmörg, þannig telsl til að 19 hlutir séu að meðallali á hverju skipi, eða um 700 hlutir í öllum veiði- stöðunum. Þar sem það er talin rir ver- tið fáist ekkt 3 skpd. til hlutar, má gera ráð fyrir í öllu bærilegu ári, að veiðin i öllum þessum veiðistöðum nemi um 2 þúsund skpd., og geri maðnr ráð fyrir að salta megi 7 skpd. úr hverri smálest af salti, þyrftu þessar þrjár veiðistövðar um 300 smálestir af salti til vertíðarinn- ar. En svo óheppilega vildi til í fyrra- sumar, að skipið sem átti að byrgja þessa staði með salt sökk í annari ferð sinni til Þorlákshafnar, eftir að hafa ílutt þang- að að eins 120 smáiestir, og er það hið eina salt sem þessar veiðistöðvar hafa að byrja með. Að vísu gera menn ráð fyrir

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.