Ægir

Årgang

Ægir - 01.03.1918, Side 24

Ægir - 01.03.1918, Side 24
60 ÆGIR uni koslnað, svo málið geti verið undir- búið fyrir næsta reglulegt alþingi, og komist þá í framkvæmd. Lengri bið þol- ir ekki þetta mál, ef mögulegt verður striðsins vegna að koma nokkru í fram- kvæmd. H. P. Frá Vestmannaeyjum. Um nuðkenni á veiðarfærum. Því var hreyft á formannafundinum 26. f. m. að ein umbótin, sem gera þyrfti við sjávarútveginn væri það, að menn merktu veiðarfæri sín greinilega. Þessu sama hef- ir áður verið haldið fram í öðrum veiði- stöðvum, og það var til umræðu á síð- asta fiskiþingi. Raunar er það gamall siður að merkja veiðarfæri, t. d. lóðir með leðurspjaldi og dutl með brenni- marki, en þessi mörk hafa reynst miður en skyldi, þar sem mikill yíirgangur er á miðum, eins og verða vill þegar fjöl- ment er úr ýmsum bygðarlögum og sjó- sókn mikil, svo er t. d. hér við Vest- mannaeyjar, kringum Garðskaga og við- ar. Á þessum stöðum hefir veiðarfæra- tjónið verið mesta plága á síðari árum og það sem lakast er, að margt af því er skeð af mannavöldum. Vitaskuld er örðugt að merkja svo glögt að full vörn sé i íyrir yfirgangi þeirra manna, sem hann temja sér, en örðugra verður þeim ætíð að helga sér hluti, sem eru greini- lega merktir öðrum. Fleiri ástæður má telja fyrir þvi að merkin eru nauðsyn- leg. Ein er sú, að veiðarfæri sem finnast i sjó, og ekkert merki er á, getur enginn einstakur eignað sér, jafnvel þó hann haldi sig þekkja það; er það þá eign hins opinbera og ekki þess, sem finnur. Enn er það, að hásetar, sem ekki nuindu vilja vera samsekir formanni í yfirgang- inum, ættu miklu auðveldara aðstöðu til að spyrna á móti; enda ættu þeir þá * meira í hættunni. Þetta, sem hér er sagt að ofan, viður- kenna fieslir sjómenn, telja enda sumir nauðsynlegt að lögbjóða ákveðin merki á veiðarfærum. Mál þetta var til umræðu á siðasta fiskiþingi, sem fyr segir, og borið þar fram samkv. ályktun sam- bandsþings Sunnlendingafjórðungs. Um- ræður urðu töluverðar um málið, og lauk þeim svo, að samþykt var áskorun til alþingis um að setja lög um þetta efni. Frumvarp um það kom fram á al- þingi, en það var tekið aftur. Alþingi virðist ekki hafa þótt ástæða til að setja lög um þetta efni, hefir ef til vill litið svo á, að þess þyrfti ekki með, menn væru skyldugir til að merkja eftir eldri lögum eða samningum við aðrar þjóðir. En hvernig sem því er varið, þá er það vist að töluverður ruglingur er á um merkin, vantar yfirleitt einhverja reglu, sem menn gætu svo Iiagað merkj- unum eftir. Fiskimenn verða sjálfir að taka lil sinna ráða um þetta efni, úr þvi að lög- sljórnin leiðir sinn hest frá því. Greiðast væri að formenn i hverri veiðislöð kæmu sér saman um merkin og létu gera skrá yfir þau, og væri hún geymd á góðum stað, t. d. hjá hreppstjóra. Þar með væri þvi afstýrt, að nágrannar ættu sammerkt. Ivostnaður við þetta þyrfti sama sem enginn að vera, en það væri ofurlítið spor í þá áttina að friða veiðarfærin á fiskimiðum vorum. Sú forganga verður að koma frá fiskimönnum sjálfum, og fiskifélögum, úr þvi að þjóðfélagið van- rækir með öllu þá skýlausu skyldu sina. Hér er verkefni fyrir deildir fiskifé- lagsins.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.