Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1922, Síða 16

Ægir - 01.04.1922, Síða 16
50 ÆGIR þar bönnuð — og er þegar farið að brydda á óánægju fiskimanna út af hin- um eina bát, sem Snurrevaadsveiði hefir stundað undanfarið héðan úr bænum. í línum þessum er að eins bent á hið sama, sem umboðsmenn Dana á Gnglandi hafa fundið skyldu sína til að vara þá við, því það getur einnig átt heima hér. Það fylgir svo margt með veiði þessari, að hún að lokum getur orðið dýrari en beitan á einn bát yfir vertíðina kostar. 17. apríl 1922. Svbj. E. Jan Mayen. Enn sem komið er, getur engin ein- stök þjóð gert tilkall til Jan Mayen. Ey- jan er komin i nánara samband við um- heiminn og þess vegna munu bráðlega hefjast umræður um, hver eigi eignar- réttinn til eyjarinnar. Rau lönd, sem hafa nú einhverra hagsmuna að gæta á eynni eða i sambandi við hana, munu gera tilkall til hennar. Danir hafa þegar sýnt lit á þessu. Forfeður vorir hafa sennilega ekki þekt eyna. Að minsta kosti fara ekki sögur af því. Hins vegar er það rjett hjá próf. Gustaf Storm, að nafnið »Sval- barði«, í íslenskum annálum, geti átt við Jan Mayen, bæði nafnið og fjarlægðin sem tiltekin er þar — »fjögra daga sigl- ing norður í hafsbotn« — bendir ein- dregið á að íslendingar hafi þekt eyna um árið 1000 og komið þangað. Eins og kunnugt er hefir nafnið Svalbarði fengið nokkra hefð á sig sem heiti á Spitzbergen. En við þetta er það að at- huga, að fjarlægðin frá Langanesi til Spitzbergen er 800 kvartmilur. Með skip- um þeim, sem þá voru notuð var ó- mögulegt að fara þessa vegalengd á 4 sólarhringum — skip þau sem nú eru notuð til íshafsferða komast jafnvel ekki af með minna en 6 sólarhringa þegar best lætur. Hitt er mjög sennilegt að farmönnum hafi tekist að komast frá íslandi til Jan Mayen (300 kvartmilur á fjórum sólarhringum. Sá sem kost hefir átt á því að athuga og bera saman strendur eyjanna tveggja, Spitzbergen og Jan Mayen, er heldur ekki í vafa um, á hvorum staðnum nafnið Sval- barði á betur við. Frá miðöldunum eru einnig til skilríki, er leggja má út á þann veg, að íslendingar hafi þekt Jan Mayen löngu áður en Hudson sá eyna í fyrsta sinn, árið 1607. Aðrar fjarlægðarathuganir frá sama tima segja, að frá Stað í Noregi til aust- urstrandar Islands sé sjö daga sigling — það eru 500 kvartmilnr — og frá Snæ- fellsnesi stystu leið til Grænlands fjögra daga sigling — 250 kvartmilur. Árið 1558 kom út í Feneyjum bók um landafundi og ferðalag bræðranna Nicolo og Antonio Zeno ásamt upp- drætti af nýfundnum löndum í Norður- höfum. í þessum lýsingum kennir margra einkennilegra skröksagna og ber- sýnilegra hugaróra, sem vakið hafa and- úð sagnfræðinga og landfræðinga á bók- inni. En samt verður þvi ekki neitað, að Zeno-bræður hafa haft býsna mikla þekkingu á norðurhöfum. Þrátt fyrir það hvað kort þeirra og lýsingar eru ó- fullkomin, þá verður samt að leggja trúnað á það i mörgu. Meðal annars nefna þeir »St. Thomasklaustrið upp við »Engronaland« undir stóru eldgjósandi fjalli, eins og Etnu og Vesúvíus«, þetta klaustur átti Nicolo Zeno að hafa fundið árið 1383 i för sinni norður frá íslandi. Hann segir, að við rætur fjallsins séu heitar uppsprettur er hiti upp jarðveginn

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.