Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1922, Síða 23

Ægir - 01.04.1922, Síða 23
ÆGIR 57 Frá Englandi. EutrlendingHr ætla að hefta innflutning á flski frá þeini löndurn, sem styrkja velðar mcð fjárframlagi. í dansk Fiskeritidende, 4. apríl þetta ár, segir svo: Tilkynt frá London. Sjávarútvegsnefnd neðri málstofu enska þingsins, hefir ákvarðað að mæla með, að þau lög verði selt, sem banni innflutning á fiski frá þeim löndum, sem veita fiskimönn- um styrk af ríkisfé. Saratal við skipstjóra Jeusen irá Grenaa I tilefni af þessari tilkynningu fór rit- stjórn dansk F.t. á fund fulltrúa fiski- manna í danska þinginu, skipstjóra M. C. Jensen frá Grenaa, og spurðu hann, hvernig hann liti á þetta mál. »Þetta er svo þýðingarmikið mál«, sagði hann, »að verði þetta lagafrumvarp samþykt og því framfylgt, þá er það algjört hrun dönsku fiskiveiðanna, þar eð Eng- land sem stendur, er hið eina land, sem hefir markað fyrir fisk okkar«. »Að hverju leyti styrkir danska ríkið fiskimenn sína?« »Styrkur sá er ekki mikill«, svarar Jensen. »Það er lítil upphæð, sem veitt er til skrifstofuhalds og þess háttar, en frumvarpið enska á heldur ekki við það, en svo er mál með vexti, að rikið ætlar að styrkja að einhverju leyti í þrjá mánuði, frá 15. apríl að telja, fiskflutn- ingaskip, sem sigla á milli Esbjerg og Englands. Það er samskonar styrkur sem veitlur hefir verið búnaðinum til útflulnings á Jandafurðum og það er Englendingum móti skapi«. »Hver ráð á nú að hafa?« spyr rit- stjórnin. Jensen svarar: »Eg sé ekki annan veg en að ráðuneytið danska byrji þegar samninga við Englendinga, með því móti einu, gæti úr einhverju raknað«. Það er auðskilið á þessu, að enska nefndin er á bandi fiskimanna sinna og vill vinna gegn því, að framandi menn, sem styrktir eru af því opinbera og geta því fremur selt fisk sinn lægra verði en ella, geti gjörst keppinautar innfæddra manna á þeirra eiginn markaði. Varðskipið Islands Falk yflrmaðnr Chr. Broberg. Frá 8. október til 9. april, hefir varð- skipið Islands Falk tekið fasta 20 togara, og hafa þeir fengið sektir sem hér segir: Islenzkir 2, sektir 12,000 kr. Enskir 6, sektir 60,000 kr. Franskir 2, sektir 12,000 kr. Þýzkir 10, sektir 77,000 kr. — Alls 20, sektir 161,000 kr. Af sjö togurum hafa verið tekin veið- arfæri og afli, og bætist andvirði þess við sektirnar. Samhliða strandgæslunni hefir Islands Falk farið tvær ferðir til Grímseyjar frá Akureyri og Húsavík, og flutt þangað póst og farþega, og höfðu þá engar sam- göngur verið við Grímsey í 3 mánuði. Ennfremur hefir skipið flutt um 100 farþega með ströndum fram, flutt lyfja- vörur o. þ. h., og ennfremur 60 tunnur af steinolíu og 25 smálestir af kolum til Vestmannaeyja, þegar skortur var á þessum vörum þar. Ennfremur hefir það veitt skipum i nauð hjálp.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.