Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.04.1922, Qupperneq 26

Ægir - 01.04.1922, Qupperneq 26
60 ÆGIR var sinnum mönnum af skipsreika i vondu veðri og aldrei hlektist honum á í allri hans löngu formensku og miklu sjósókn. Yið landvinnu var hann dugn- aðar og eljumaður hinn mesti. Þegar kaupfélag ísfirðinga á sínum tima tók upp þá nýtízku að veíta verðlaun fyrir góða verkun á saltfiski hlaut Gísli hæstu verðlaun fyrir vandaða og góða vöru. Fyrir dugnað og eljusemi fékk hann fyrstur manna styrk úr styrktarsjóði gamalla formanna við ísafjarðardjúp, er kaupfélag ísfirðinga stofnaði af sjóðleif- um sínum, er það hætti. Kona Gísla var Solveig Þorleifsdóttir frá Unaðsdal, hin mesta sæmdar- og gæðakona. Þau hjónin dvöldu á ýmsum stöðum við Djúpið, en lengst i Ögurnesi. Það er í þjóðbraut og varð heimili þeirra góðfrægt fyrir gestrisni og góðgerðasemi. Af börnum þeirra komust tveir synir til fullorðinsára og eru enn á lífi, Árni yfir- fiskimatsmaður á ísafirði og Þorsteinn bóndi á Borg í Skutufirði. Konu sína misti Gisli fyrir nokkrum árum, dvaldi hann eftir það hjá Árna syni sínum það sem eftir var æfinnar. Síðustu æfiár sín var hann þrotinn að heilsu og kröftum. Með honum er horfinn einn af hinum gömlu og góðu ísfirzku formönnum, er voru sjómannastétt vorri til vegs og virð- ingar. S. St. V ertíðin. Vertíð sú, sem nú er á enda, hefir ver- ið ein hin bezta sem menn muna. Hjálp- ast hefir þar alt að, bæði gæftir og mikill fiskur. Veiöar hafa þó verið misjafnar og sumar veiðistöðvar hér sunnanlands orð- ið útundan, t. d. Garður, Leira og Hafnir. Sömufeiðis hafa botnvörpuskipin vart með- alvertíð. Afli þeirra var framan af mjög blandaður upsa og kringum lokin var fisk- ur tregur og ýsuborinn. Uppgripaafli hefir verið í Vestmanna- eyjum, Austanfjalls, Grindavík, Sandgerði, Keflavík og víðar á innanverðum Faxa- flóa. Aflaskýrslur hafa verið strjálar og frá sumum stöðum hér sunnanlands hefir enn ekki tekist að fá skýrslur, en von á þeim. Skýrslur þær, er skrifstofunni hafa bor- ist eru þessar: Frá Hermanni Þorsteinssyni erindreka, 13. apríl, símskeyti svohljóðandi: Fiskiafli Austurlands saltaður frá áramótum til V* 2753 skpd. reiknað þurt, aðallega máls- fiskur. Frá Kristjáni Jónssyni erindreka, 25. apríl, símskeyti svohljóðandi: »Hér sem næst þurfiski, stórfiskur 3900 skpd., smáfiskur 1700, ýsa 900, labrador 500, langa 150 skpd. í bréfi frá erindreka Páli Halldórssyni, dags. n/i segir svo: »Með langmesta móti er þiiskipaútgerð héðan af Eyjafirði í ár, nærfelt öll skip sem á flot fara verða sett til þorskveiða eöa 21 skip (auk Talismans) og líklega 3 af Siglufirði. Pessi skip eru flest lögð út og hin í aðsigi með það. Um vélbáta og róðr- arbátaútgerð ekki hægt að segja enn þá með vissu, en miklar líkur til að hinir fyrri verði svipaðir og síðasta sumar og sá seinni talsvert meiri. Yfir höfuð bendir alt til þess, að menn kappkosti að fram- leiða sem mest, sem betur fer. Ráðningar- kjör á vélbátum munu enn ekki fastákveð- in, en á skipunum V2 dráttur og borga ’/2 salt og V2 olíu. Hákarlaveiði hafa fáeinir vélbátar stundað af Siglufirði og gengið vel, en efasamt að nokkur skip gangi til þeirrar veiði að þessu sinni, að minsta kosti ekki fleiri en 2 ef nokkur verði. Há- karlslifur keypt á 22 kr. tunnan. Síldarafli óvanalega mikill á Akureyri til skamms

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.